Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Uppskipting fasteigna (fjölgun fasteigna)
Uppskipting fasteigna (fjölgun fasteigna)
Ef þú ert að fjölga fasteignum í fjöleignahúsi (fjölbýlishúsi með íbúðum sem fleiri en einn eiga) eða að bæta við íbúð í eigin húsi eða fasteign á eigin lóð, þarftu að greiða fyrir skráningu á nýju fasteignanúmeri í Fasteignaskrá hjá HMS.
Eftir að greiðsla hefur borist mun byggingarfulltrúi í þínu sveitarfélagi taka erindið til afgreiðslu og skrá og útdeila nýjum fasteignanúmerum.
Aðkoma skipulags-og/eða byggingarfulltrúa viðeigandi sveitarfélags er nauðsynleg. Í flestum tilfellum er þegar búið að samþykkja aðaluppdrætti eða skila inn drögum að eignaskiptayfirlýsingu til byggingarfulltrúa viðeigandi sveitarfélags, til samræmis við byggingarleyfi eða samþykkta deiliskipulagsheimild.
Nánari upplýsingar um eignaskiptayfirlýsingar (Eignaskiptayfirlýsingar | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun)