Ráðgjöf

Að kaupa fasteign er ein stærsta ákvörðun sem þú tekur í lífinu en jafnframt ein sú skemmtilegasta.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að kynna sér þegar hugað er að kaupum á fasteign.

Að kaupa fast­eign

Lán­töku­ferli

Þegar eignin er fundin þarf að huga að fjár­mögnun. Mikilvægt er að kanna greiðslugetu áður en kauptilboð er gert í fasteign.

Mikilvægt er að bera saman lánakosti en á vef HMS er reiknivél sem er gagnleg til að bera saman lán og lánakosti sem bjóðast á markaðinum.

Þegar samþykkt kauptilboð liggur fyrir er næsta skref að fara í greiðslu- og láns­hæf­ismat. Þegar þú hefur lokið við að kynna þér niðurstöðu greiðslu- og láns­hæf­is­mats og meðfylgj­andi gögn er næsta skref að sækja um lánið.