Veðlánaflutningur

Veðlánaflutningur getur verið hagstæðari en ný lántaka þar sem komast má hjá lántökukostnaði. Heimilt er að færa veðlán Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar af eign sem verið er að selja yfir á aðra eign í eigu seljanda en almenna reglan er að lánið þarf að vera innan við 80% af veðrými hinnar nýju eignar.

Ef sérstaklega stendur á, svo sem vegna flutnings umsækjanda milli atvinnusvæða eða flutnings í ódýrari íbúð, er stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar heimilt að víkja frá reglum um veðmörk fasteignar við veðlánaflutning, enda fari veðsetning ekki yfir 100% af matsverði eignarinnar. Slíka undanþágu þarf að sækja sérstaklega um til stjórnar HMS, með greinargerð þar sem fram koma aðstæður umsækjanda og ástæður umsóknar. Í slíkum tilvikum þarf að fara fram greiðslumat. Ákvæði um hámarks fasteignamat á ekki við þegar um veðflutning er að ræða. 

Athugið að ef um aukna lántöku er að ræða samhliða veðlánaflutningum þarf umsækjandi að gangast undir greiðslumat. Fyrir hvert útgefið skjal er tekið gjald samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. Því er bætt inn á lánið og kemur til innheimtu á næsta gjalddaga þess.

 

Nauð­syn­leg fylgi­gögn um­sókn­ar:
  • Samþykkt, undirritað og vottað kauptilboð beggja eigna ásamt söluyfirliti.
  • Veðbandayfirlit beggja eigna.
  • Ef á við, staða lána sem hvíla áfram eiga á eigninni sem flytja á lánið á, þ.e.a.s. á undan lánum HMS í veðröð eða afrit nýrra lána sem eiga að koma á undan lánum HMS í veðröð.
  • Ef um aukna lántöku er að ræða samhliða þarf greiðslumat og þarf að skila inn gögnum eins og um nýtt lán sé að ræða.

Umsókn um veðlánaflutning

Umsókn um veðlánaflutning