Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Orkumerkingar
Orkumerkingar
Orkumerkimiði ESB hefur leiðbeint neytendum við val á orkunýtnum vörum í meira en 25 ár. Hann hefur stuðlað að þróun í átt til orkunýtnari vara og dregið þannig verulega úr orkunotkun og kostnaði við þær. Orkunýtniflokkarnir, A+++ til G, höfðu sífellt minni áhrif. Orkunýtniflokkar með mismunandi fjölda „+“ gefa ekki nægilegar skýrar upplýsingar og flestar vörur voru í 2-3 efstu flokkunum. Þetta gerði neytendum erfitt fyrir við að velja orkunýtnustu vörurnar.
Evrópusambandið hefur því endurskoðað og betrumbætt merkimiðann til samræmis við þarfir notenda.
Orkumerkimiðinn hefur tekið breytingum þar sem orkunýtniflokkar hafa breyst, komin er tenging við QR-kóða, orkunotkun sýnilegri og myndtákn hafa verið uppfærð.
Hver er helsti munurinn á gamla og nýja merkimiðanum?
- Nýi merkimiðinn notar samræmda orkunýtniflokka, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++, A++ og A+ munu hverfa.
- Merkimiðinn er tengdur við EPREL-gagnagrunninn með QR-kóða sem eykur gagnsæi og auðveldar markaðseftirlit.
- Orkunotkun varanna er sýnd á meira áberanda og einsleitari hátt í miðhluta merkimiðans.
- Í neðri hluta merkimiðans eru ýmis myndtákn sem skýra tiltekna eiginleika vörunnar. Nokkur þeirra eru eins og á gamla merkimiðanum, sum hafa verið endurgerð og sum eru ný.
Fimm vöruflokkar fengu nýja merkimiða 2021 en fleiri eru á leiðinni. Þeir vöruflokkar sem hafa fengið nýja miða eru:
- Þvottavélar
- Sambyggðar þvottavélar með þurrkurum
- Uppþvottavélar
- Sjónvörp og rafeindaskjáir
- Ljósgjafar
- Kælitæki við beina sölu