Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Orkumerkingar í vefverslunum
Orkumerkingar í vefverslunum
Tilgangur laga nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun er að stuðla að því að orka sé notuð sem skynsamlegum og hagkvæmum hætti með því að tryggja að neytendur hafi greiðan aðgang að samræmdum upplýsingum um orkunotkun vara sem þessi lög ná til, svo og áhrif á umhverfi auk annars er varðar rekstur þeirra. Lög þessi og reglugerðir sem á þeim byggja eiga að tryggja samræmi í merkingum og stöðluðum upplýsingum vara sem tengjast orkunotkun.
Söluaðilum er skylt að láta neytendum í té þessar upplýsingar bæði í verslun og á vefnum.
Vöruflokkur - Reglugerðir (ESB)
- Bakarofnar - 65/2014
- Gufugleypar - 65/2014
- Kælitæki - 2019/2016
- Kælitæki sem eru notuð við beina sölu - 2019/2018
- Ljósgjafar - 2019/2015
- Loftræstisamstæður - 626/2011
- Sjónvörp og rafeindaskjáir - 2019/2013
- Uppþvottavélar til heimilisnota - 2019/2017
- Varmadælur - 811/2013
- Vatnshitarar og geymslutankar - 812/2013
- Þurrkarar til heimilisnota - 392/2012
- Þvottavélar til heimilisnota -2019/2014
- Þvottavélar með þurrkara til heimilisnota - 2019/2014
Orkumerkingar
Viðeigandi merkimiði sem birgir gerir aðgengilegan skal vera til sýnis nálægt verðmerkingu vörunnar. Stærðin skal vera þannig að merkimiðinn sé auðsýnilegur og læsilegur og skal vera í samræmi við stærð sem er tilgreind í viðeigandi reglugerð. Merkimiðinn má vera sýndur með faldaðri birtingu. Ef notuð er földuð birting skal merkimiðinn birtast þegar fyrst er smellt með músinni á hann, um leið og músarbendli er haldið yfir eða við fyrstu útvíkkun myndarinnar á snertiskjá.
Sjá nánari leiðbeiningar um faldaða birtingu hér.
Vöruupplýsingablað
Vöruupplýsingablaðið skal vera til sýnis í birtingakerfinu, nálægt verði vörunnar. Stærðin skal vera þannig að vöruupplýsingablaðið sé auðsýnilegt og læsilegt. Sýna má vöruupplýsingablaðið í faldaðri birtingu, eða með því að vísa í EPREL vörugagnagrunninn, en þá skal hlekkurinn sem notaður er til að nálgast það, vera auðsýnilegur og tilgreina með læsilegum hætti „vöruupplýsingablað“. Ekki má notast við hlekk með öðru nafni. Ef notuð er földuð birting skal vöruupplýsingablaðið birtast þegar fyrst er smellt á hlekkinn með músinni, músarbendli rennt yfir hann eða við útvíkkun hlekksins á snertiskjá.
Sjá nánari útlistanir í viðeigandi reglugerðum.