Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Merk­ing­ar hjól­barða

Merk­ing­ar hjól­barða

Reglugerð (ESB) 2020/740 hefur tekið gildi og kveður á um notkun nýrra merkimiða fyrir hjólbarða í flokkum C1 og C2, sem og um skyldu til að merkja hjólbarða í flokki C3. Hjólbarðamerkimiðinn getur hjálpað neytendum að taka upplýstar ákvarðanir varðandi kaup á hjólbörðum, hann sýnir eldsneytisnýtni, öryggi og hávaða og gefur jafnframt til kynna hvort um sé að ræða vetrarhjólbarða sem henti á norðlægum slóðum.

Hjól­barða­merki­mið­inn

Hjólbarðamerkimiðinn hér að ofan hefur tekið gildi á Íslandi skal vera sýnilegur neytendum og læsilegur. Dreifingaraðilar skulu sjá til þess að miðinn sé í formi límmiða á hjólbarðanum eða hann sé prentaður og sýndur endanlegum notenda áður en hjólbarðinn er seldur.

Hjólbarðamerkimiðinn gildir fyrir hjólbarða í flokkum C1 (fólksbílar), C2 (t.d. flutningabílar og smærri vörubílar) og C3 (t.d. stórir vörubílar). Áður fyrr var ekki krafa að hjólbarðar í flokki C3 væru merktir.

 

Að skilja hjólbarðamerkimiðann

Eldsneytisnýtni. Hvað er veltiviðnám og af hverju er það mikilvægt?

Veltiviðnám gefur vísbendingu um orkunýtni hjólbarðans sem hefur áhrif á eldsneytisnotkun. Mismunandi hjólbarðar geta haft ólíkt veltiviðnám af ýmsum ástæðum, eins og hönnun og uppbygging, en einnig getur efnainnihald þeirra haft áhrif. Þrýstingur getur haft áhrif á veltiviðnám. Of lítill þrýstingur leiðir af sér hærra veltiviðnám án þess að það hafi neikvæð áhrif á aðra þætti, sérstaklega öryggi. Hjólbarðar með réttum þrýstingi geta stuðlað að allt að 10% eldsneytissparnaði. Kvarðinn fyrir veltiviðnám er frá A til E. Því hærri sem flokkurinn er, þar sem A er hæst, því lægra veltiviðnám og betri eldsneytisnýtni. 

Hvað er veggrip á blautum vegi?

Veggrip á blautum vegi er mikilvægt öryggisatriði sem gefur til kynna hversu vel hjólbarði getur hemlað á blautum vegi. Hjólbarðar eru flokkaðir frá A, sem er stysta hemlunarvegalengd til E, sem er sú lengsta. Munurinn á tilteknum flokki til þess næsta getur jafngilt 3-6 metrum í stöðvunarvegalengd. 

Hvað er ytri snúningshávaði?

Ytri snúningshávaði er mældur í desíbelum (dB) og er hávaðinn sem heyrist í hjólbarða ökutækis þegar það keyrir hjá. Flokkar ytri snúningshávaða ná frá A (minni hávaði) til C (meiri hávaði).

Hvernig er hægt að sjá muninn á sumar- og vetrarhjólbörðum á hjólbarðamerkimiðanum?

Allir hjólbarðar með nýja hjólbarðamerkimiðanum eru með upplýsingar um veggrip á blautum vegi. Ef merkimiðinn er að auki með myndtákn fyrir veggrip í snjó (snjókorn) þá er um að ræða vetrarhjólbarða. Sé hann að auki með myndtákn fyrir veggrip á ís (grýlukerti) þá er hjólbarðinn sérstaklega ætlaður fyrir norrænar aðstæður. Annars er um að ræða sumarhjólbarða. 

Ef það er mynd af snjókorni á hjólbarðamerkimiðanum, hvað þýðir það?

Ef hjólbarðinn hefur myndtákn af snjókorni (veggrip í snjó) þá er um að ræða vetrarhjólbarða. Til að fá þetta myndtákn verður hjólbarðinn að standast ákveðna hemlunarprófun á vegi með snjó. Sama myndtákn á að vera á hlið hjólbarðans.

Sumir hjólbarðar hafa mynd af snjókorni, aðrir hafa mynd af grýlukerti, hver er munurinn?

Ef hjólbarðinn hefur myndtákn fyrir veggrip í snjó (snjókorn) þá er um að ræða vetrarhjólbarða. Ef hjólbarðinn hefur einnig myndtákn fyrir veggrip á ís (grýlukerti) er hann sérstaklega aðlagaður að norrænum aðstæðum. Hjólbarðar sem henta norrænum aðstæðum og hafa þetta myndtákn þurfa að standast hemlunarprófun á miklum ís. Þessir hjólbarðar eru einungis markaðssettir á Norðurlöndum. Þessir hjólbarðar virka ekki vel á blautu yfirborði eða við minna erfiðari vetraraðstæður.