21. október 2025
21. október 2025
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,53 prósent á milli mánaða í september 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Vísitala íbúðaverðs mældist 112,8 stig í september og hækkaði um 1,53 prósent á milli mánaða
- Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 4,06 prósent, en árshækkunin nam 2,21 prósent í ágúst
- Íbúðaverð stóð í stað að raunvirði milli septembermánaða 2024 og 2025, samanborið við 1,5 prósenta lækkun í ágúst og 0,2 prósenta hækkun í júlí
Vísitala íbúðaverðs mældist 112,8 stig í september og hækkaði um 1,53 prósent á milli mánaða. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 4,06 prósent, á sama tíma og verðbólga mældist 4,1 prósent.
Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð á landsvísu staðið í stað að raunvirði. Einstaka undirvísitölur hafa þó hækkað umfram verðbólgu á tímabilinu en í þeim flokki eru bæði sérbýli á höfuðborgarsvæðinu og vísitala fjölbýlis á landsbyggðinni.
Á mynd hér að neðan má sjá mánaðarbreytingu vísitölu íbúðaverðs á síðustu mánuðum.
Líkt og sjá má á töflunni hér að neðan hækkuðu allar undirvísitölur vísitölu íbúðaverðs milli mánaða, þó mismikið eða frá 0,46 prósent upp í 2,88 prósent. Taflan sýnir vísitöluna, ásamt mánaðarhækkun hennar og 12 mánaða hækkun, auk fjögurra undirvísitalna fjölbýlis og sérbýlis á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.
Vísitala íbúðaverðs fyrir september 2025
Vísitala | Gildi | Breyting á milli mánaða | 12 mánaða breyting |
---|---|---|---|
Íbúðaverð | 112,8 | 1,53% | 4,06% |
Sérbýli á hbs. | 114,4 | 2,88% | 6,32% |
Sérbýli á landsbyggð | 115,5 | 1,32% | 2,30% |
Fjölbýli á hbs. | 109,7 | 0,46% | 2,81% |
Fjölbýli á landsbyggð | 116,6 | 2,01% | 5,42% |
Íbúðaverð hefur staðið í stað að raunvirði
Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð á landsvísu staðið í stað að raunvirði. Sérbýlisíbúðir á höfuðborgarsvæðinu hafa þó hækkað um 2,1 prósent að raunvirði síðastliðið ár en fjölbýlisíbúðir á sama svæði hafa lækkað um 1,3 prósent að raunvirði á sama tíma.
Öfug verðþróun hefur átt sér stað á landsbyggðinni en þar hafa fjölbýlisíbúðir hækkað um 1,3 prósent að raunvirði síðastliðið ár en íbúðir í sérbýli á landsbyggðinni hafa lækkað um 1,7 prósent að raunvirði á sama tíma.
Mælaborð fyrir vísitölur HMS
Mælaborð fyrir vísitölur HMS um íbúða- og leiguverð er aðgengilegt á vef HMS. Þar er hægt að nálgast þróun vísitölu íbúðaverðs, ásamt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð.
Einnig sýnir mælaborðið undirvísitölur íbúðaverðs og eldri vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir tímabilið 1994-2024 sem var birt á vef Fasteignaskrár, auk sameiginlegrar vísitölu, sem er byggð á eldri vísitölum íbúðaverðs fyrir tímabilið 1981-2024 og nýrri undirvísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og tekur gildið 100 í janúar 2024.
Vert er að nefna að finna má fjölmörg önnur mælaborð inni á hms.is og það nýjasta er mælaborð um fjölda íbúða og sumarhúsa.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS