7. október 2025

HMS birtir nýtt mælaborð um fjölda íbúða og sumarhúsa

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Nýtt mælaborð um fjölda íbúða og sumarhúsa er nú aðgengilegt á vef HMS
  • Hægt er að nálgast fjölda íbúða eftir landshlutum, sveitarfélögum, flokkum íbúða, byggingarári og stærðarflokkun
  • Nýtt mælaborð sýnir einnig fjölda sumarhúsa eftir landshlutum og sveitarfélögum

HMS hefur birt nýtt mælaborð um fjölda íbúða og sumarhúsa. Með mælaborðinu er hægt að nálgast fjölda íbúða frá árinu 2005 eftir landshlutum, sveitarfélögum, flokkum íbúða, byggingarári og stærðarflokkun. Mælaborðið sýnir einnig fjölda sumarhúsa frá árinu 2005 eftir landshlutum og sveitarfélögum.

Mælaborð um fjölda íbúða og sumarhúsa

Nýja mælaborðið er nú aðgengilegt inni á gögn og mælaborð. Þar má auk þess finna mánaðarleg gögn úr leiguskrá og fasteignaskrá, ásamt vísitölum stofnunarinnar fyrir íbúða- og leiguverð, mælaborðum fyrir húsnæðisáætlanir og íbúðir í byggingu, tölfræði úr rafmagnsskoðunum, landeignaskrá og mannvirkjaskrá auk grunngagna til niðurhals.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS