Vísi­töl­ur íbúða- og leigu­verðs

Vísi­töl­ur íbúða- og leigu­verðs

Hér fyrir neðan má sjá vísitölur HMS fyrir íbúða- og leiguverð.

Vísi­tala íbúða­verðs

Vísi­tala íbúða­verðs

  • Ný vísitala íbúðaverðs, ásamt undirvísitölum, tók gildi í janúar 2024 en hefur verið bakreiknuð til janúar 2020.
  • Eldri vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í janúar 1994 og hætti í janúar 2024.
  • Sameinuð vísitala íbúðaverðs er byggð á eldri vísitölum íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá 1981-2024 og nýrri undirvísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá janúar 2024. Sameinuðu vísitölurnar taka gildið 100 í janúar 2024.

Ný vísitala íbúðarverðs er fundin með því að reikna vegið meðaltal af gæðaleiðréttu kaupverð fjölbýla annars vegar og sérbýla hins vegar í hverjum landshluta eftir hlutdeild í heildarfasteignamati íbúðareigna landsins. Undirvísitölurnar eru svo búnar til með því að hópa saman landshluta.

Smelltu á takkann til að ná í vísitölu kaupverðs í .csv-skrá

Smelltu á takkann til að ná í vísitölu kaupverðs í .csv-skrá

Vísi­tala leigu­verðs

Vísi­tala leigu­verðs

  • Eldri vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu nær frá janúar 2011 til maí 2023.
  • Sameinuð vísitala leiguverðs er annars vegar byggð á eldri vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar nýrri vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Vísitalan er sameinuð í maí 2023 og tekur þá gildið 100. 

Ný vísitala leiguverðs byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Reiknað er meðalfermetraverð í 6 flokkum eftir herbergjafjölda og niðurstöður vegnar saman með veltu síðustu 12 mánaða. Stuðst er við leigusamninga síðastliðna tvo mánuði.

Tilgangur leiguvísitölunnar er að endurspegla þróun á markaðsvirði leigu og er hún ekki ætluð til vísitölubindingar á leigusamningum.

Smelltu á takkann til að ná í vísitölu leiguverðs í .csv-skrá

Smelltu á takkann til að ná í vísitölu leiguverðs í .csv-skrá