23. október 2025

Ólík staða hjá fyrirtækjum á byggingarmarkaði

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS vill árétta að fjárhagsleg staða fyrirtækja á byggingarmarkaði getur verið afar misjöfn og að ekki sé hægt að fullyrða með vissu hvert sambandið sé á milli fjárhagsstöðu þeirra og verðlagningar á íbúðum.

Í frétt á Vísi kom fram sú vangavelta hjá fulltrúa HMS að litlar lækkanir á verði á nýjum íbúðum bentu til þess að verktakar hefðu nóg á milli handanna. Rétt er að benda á að staða verktaka getur verið misjöfn.

Í mánaðarskýrslu í ágúst greindi HMS frá því að nýjar íbúðir seljast sjaldan á undirverði þrátt fyrir dræma sölu. Þar sem nýjar íbúðir hafa selst illa mætti búast við að kaupendur myndu bjóða í nýjar íbúðir undir ásettu verði í auknum mæli og að byggingaraðilar sæju hag sinn í því að samþykkja slík tilboð til að liðka fyrir sölu og losna undan áhvílandi skuldum. Seðlabankinn var á svipuðum nótum í nýjasta riti Fjármálastöðugleika þar sem fjallað var um stöðu byggingargeirans.

Staða fyrirtækja í byggingargeiranum er hins vegar misjöfn. Líkt og HMS greindi frá í mánaðarskýrslu í september hefur starfsfólki í byggingariðnaði fækkað samhliða minnkandi veltu. HMS greindi einnig frá því í skýrslunni að samdráttur hafi orðið í íbúðafjárfestingu á öðrum ársfjórðungi, sem kemur til eftir samfellda aukningu íbúðafjárfestingar frá miðju ári 2023. Mörg fyrirtæki í greininni standa því frammi fyrir miklum áskorunum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS