23. október 2025
23. október 2025
Upplýsingar um leiguverð allra gildra samninga aðgengilegar á ný í leiguverðsjá
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Leiguverðsjá sýnir alla gilda leigusamninga á ný
- Leiguverðsjá tekur til allra gildra samninga þar sem eru í mesta lagi fimm ár frá upphafsdegi samnings eða síðustu breytingu á samningi
- Meðalleiguverð lækkar með breytingunni vegna aukins vægis leigusamninga sem falla utan markaðsleigu
Leiguverðsjá sýnir nú fjölda og leiguverð allra gildra samninga á ný eftir að upplýsingarnar voru tímabundið teknar úr birtingu á meðan unnið var að uppfærslu mælaborðsins.
Leiguverðsjá HMS
Leiguverðsjá tekur nú til allra gildra samninga þar sem eru í mesta lagi fimm ár frá upphafsdegi samnings eða síðustu breytingu á samningi. Áður var eingöngu miðað við fimm ár frá upphafsdegi samnings.
Með breytingunni lækkar meðalleiguverð allra gildra leigusamninga, sem skýrist meðal annars af því að vægi leigusamninga sem falla utan markaðleigu er hærra nú en áður. Algengara er að gerðir séu ótímabundnir samningar um leiguíbúðir á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga og sveitarfélaga samanborið við íbúðir á vegum einstaklinga og annarra leigufélaga. Ekki er alls ólíklegt að gildistími þeirra geti verið lengri en fimm ár.
Leiguverð gildra leigusamninga er stöðugt út leigutímann fyrir samninga sem ekki eru vísitölutengdir. Leiguverð vísitölutengdra leigusamninga er aftur á móti uppreiknað mánaðarlega í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS