22. október 2025
22. október 2025
Íbúafjölgun undir spám sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Sveitarfélög á Norðurlandi vestra gera ráð fyrir um 300 nýjum íbúum á næstu 5 árum og 600 á næstu 10 árum
- Íbúafjölgun og íbúðauppbygging hefur verið undir miðspám sveitarfélaganna
- Fjallað verður um stöðu íbúðauppbyggingar í landshlutanum á Sauðárkróki í dag
Íbúum á Norðurlandi vestra hefur fjölgað mun hægar en sveitarfélögin í landshlutanum hafa gert ráð fyrir í húsnæðisáætlunum sínum, á sama tíma og minna hefur verið byggt af íbúðum en áætlað var. Þetta eru helstu niðurstöður úr greiningu HMS á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en þær verða kynntar á opnum fundi HMS, Tryggðrar byggðar og SSNV á Sauðárkróki kl. 15 í dag.
Nær engin fólksfjölgun á Norðurlandi vestra í ár
Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa samþykkt húsnæðisáætlanir fyrir árið 2025 sem gera ráð fyrir fjölgun íbúa um 300 á næstu fimm árum og 600 á næstu tíu. Á fyrri hluta árs 2025 hefur íbúum þó aðeins fjölgað um tíu manns. Fólksfækkun hefur verið í Húnabyggð og Húnaþingi vestra en fjölgun í Skagafirði í samræmi við áætlanir.
Til að mæta spá um mannfjölgun þarf að byggja um 200 íbúðir á næstu fimm árum og 400 á næstu tíu. Samkvæmt talningu HMS hefur íbúðum í byggingu fækkað um 34% milli ára. Þó hafa 34 nýjar íbúðir bæst við markaðinn á þessu ári og gætu orðið um 40 fyrir árslok, sem gæti mætt skammtímaþörf, en til lengri tíma þarf að hraða uppbyggingu.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS