22. október 2025

Vísitala leiguverðs stóð í stað á milli mánaða í september

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Vísitala leiguverðs mældist 125 stig í september og stóð í stað milli mánaða
  • Vísitalan hækkaði um 7,39 prósent milli septembermánaða 2024 og 2025, á sama tíma og verðbólga mældist 4,1 prósent
  • Leiguverð hækkaði um 3,15 prósent að raunvirði undanfarið ár

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 125 stig í september og stóð í stað á milli mánaða, en vísitalan mældist 124,9 stig í ágúst. Vísitalan hækkaði því um 0,08 prósent milli mánaða.

Á síðastliðnum 12 mánuðum hefur vísitalan hækkað um 7,39 prósent á sama tíma og verðbólga mældist 4,1 prósent og vísitala íbúðaverðs hækkaði um 4,06 prósent. Leiguverð hefur því hækkað um 3,15 prósent að raunvirði undanfarið ár og árstakturinn eykst á milli mánaða.

Hægt er að nálgast mælaborð fyrir vísitölur HMS með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Mælaborð fyrir vísitölur HMS

Á meðfylgjandi mynd má sjá mánaðarlega breytingu á vísitölu leiguverðs ásamt gildum hennar síðustu 12 mánuði.

Vísitala leiguverðs byggir á vegnu meðaltali leiguverðs á fermetra hjá hefðbundnum íbúðum í eigu einstaklinga og hagnaðardrifinna leigufélaga. Niðurstöður eru vegnar saman með veltu íbúða með sama herbergjafjölda á síðustu 12 mánuðum. Stuðst er við leigusamninga síðastliðinna tveggja mánaða við útreikning vísitölunnar, svo septembergildi hennar tekur mið af leigusamningum í ágúst og september.

Nánar má lesa um útreikning vísitölunnar hér.

Leigu­verð­sjá sýn­ir einnig hækk­un á milli mán­aða í sept­em­ber

Hægt er að nálgast upplýsingar um leigusamninga í leiguverðsjá HMS, þar sem leigusalar og leigjendur geta nálgast upplýsingar um markaðsverð íbúða og fjölda leigusamninga í hverjum mánuði.

Fermetraverð markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu miðað við leiguhúsnæði með tveimur til fimm herbergjum var að meðaltali 3.914 kr. í júlí og ágúst en 3.934 kr. í ágúst og september. Fermetraverð markaðsleigu á ofangreindum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði þar með um 0,3 prósent milli mánaða samkvæmt leiguverðsjá. Árshækkunin nam um 6 prósentum að nafnvirði, sem samsvarar um 1,8 prósent raunverðshækkun á sama tímabili.

Hafa ber þó í huga að leiguverðsjáin sýnir ekki leiguverð einstakra samninga, einungis meðaltöl. Jafnframt miðast leiguverðsjá við upphafsdag leigusamninga en vísitalan er reiknuð miðað við verðdag þeirra.

Mæla­­­­­­borð fyr­­­­­­­ir vísi­­­­­­­töl­­­­­­­ur HMS

Mælaborð fyrir vísitölur HMS um íbúða- og leiguverð er aðgengilegt á vef HMS. Þar er hægt að nálgast þróun vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, auk þess er hægt að nálgast eldri og sameinaðar vísitölur leiguverðs. Tilgangur leiguvísitölunnar er að endurspegla þróun á markaðsvirði leigu en vísitalan er ekki ætluð til vísitölubindingar á leigusamningum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS