7. nóvember 2025

HMS birtir nýtt mælaborð um fullbúnar íbúðir

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Nýtt mælaborð um fullbúnar íbúðir er nú aðgengilegt á vef HMS
  • Hægt er að nálgast fjölda fullbúinna íbúða eftir landshlutum og sveitarfélögum
  • Mælaborðið gefur innsýn inn í hraða íbúðauppbyggingar eftir mánuðum

HMS hefur birt nýtt mælaborð um fullbúnar íbúðir. Með mælaborðinu er hægt að nálgast þróun á fjölda fullbúinna íbúða eftir landshlutum og sveitarfélögum. Gögnin eru uppfærð mánaðarlega og byggja á fasteignaskrá HMS.

Mælaborð um fullbúnar íbúðir

Mælaborðið sýnir mánaðarlega breytingu í fjölda fullbúinna íbúða eftir sveitarfélögum frá árinu 2020. Í mælaborðinu má einnig sjá breytingu á fjölda fullbúinna íbúða frá síðustu áramótum.

Fullbúnar íbúðir eru þær íbúðir sem eru í fullgerðri byggingu og eru tilbúnar til afhendingar eða búsetu. Slíkar íbúðir eru á matsstigum 7 eða 8 samkvæmt fasteignaskrá HMS.

Í mælaborðinu er gerður greinarmunur á þróun í fjölda fullbúinna íbúða og nýrra fullbúinna íbúða, en HMS telur íbúðir vera nýjar ef þær urðu fokheldar á sama ári, fyrra ári eða tveimur árum fyrr.

Hægt er að nálgast raunstöðu íbúðauppbyggingar um allt land í mælaborði íbúða í byggingu. Þar má finna fjölda og staðsetningu allra íbúða í byggingu, auk upplýsinga um eiginleika þessara íbúða.

Hægt er að nálgast ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um húsnæðismál á heimasíðu HMS undir gögnum og mælaborðum. Þar má finna mánaðarleg gögn úr leiguskrá og fasteignaskrá, ásamt vísitölum stofnunarinnar fyrir íbúða- og leiguverð, mælaborðum fyrir húsnæðisáætlanir og íbúðir í byggingu, tölfræði úr rafmagnsskoðunum, landeignaskrá og mannvirkjaskrá auk grunngagna til niðurhals.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS