4. nóvember 2025
4. nóvember 2025
Færri nýjar lóðir skráðar í október 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- 60 nýjar lóðir voru stofnaðar í fasteignaskrá í október
- Flestar lóðir sem voru skráðar voru atvinnuhúsalóðir
- Flestar lóðir voru skráðar í Hörgársveit
Alls voru 60 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá HMS í októbermánuði 2025 og fækkaði þeim um 100 á milli mánaða. Flestar þeirra eru atvinnuhúsalóðir eða alls 24 talsins. Auk þess voru skráðar 11 íbúðarhúsalóð og 12 sumarbústaðalóðir. Aðrar tegundir voru 13 talsins.
Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 12 talsins í október, en líklegt er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.
Flóahreppur á metið í nýskráðum lóðum í október. Samtals voru 8 lóðir skráðar þar. Næst á eftir kemur Flóahreppur og Ísafjarðarbær með 6 lóðir.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




