7. nóvember 2025

Bætt aðgengi að gögnum að baki leiguverðsjá

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Leiguverðsjá hefur verið uppfærð með nýrri síðu: "Gögn til niðurhals"
  • Nú geta notendur sótt samantekin gögn á bak við alla gilda leigusamninga
  • Uppfærsla mælaborðsins auðveldar aðgengi að gögnum

Leiguverðsjá hefur verið uppfærð þar sem nýrri síðu hefur verið bætt við: „Gögn til niðurhals“. Á síðunni geta notendur nálgast samanteknar upplýsingar um fjölda leigusamninga í gildi, meðalleiguverð og meðalfermetraverð eftir ýmsum breytum, og samsetningu breyta. Upplýsingarnar eru aðgengilegar eftir landshlutaflokkun, sveitarfélagsflokkun, fjölda herbergja og hvort um sé að ræða markaðsleigusamninga eða ekki.

Leiguverðsjá má nálgast með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Leiguverðsjá HMS

Það athugist að vegna persónuverndarsjónarmiða er ekki hægt að nálgast upplýsingar um fjölda eða leiguverð eftir niðurbroti þar sem færri en 5 samningar liggja að baki.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS