Gögn og mælaborð
Gögn og mælaborð
Gögn og mælaborð
Gögn og mælaborð
Mælaborð íbúða í byggingu
Mælaborð íbúða í byggingu
Mælaborð fyrir íbúðir í byggingu birtir samantekin gögn og talningar fyrir íbúðarhúsnæði úr Mannvirkjaskrá HMS. Í mælaborðinu eru birtar upplýsingar um íbúðir í byggingu, byggingaráform og fullbúnar íbúðir, eftir tegund húsnæðis, stærðarflokkun og framvindu.
Mannvirkjaskrá er ætlað að veita áreiðanlegar rauntímaupplýsingar um mannvirkjagerð, tegundir húsnæðis, notkunarsvið og stöðuna á húsnæðismarkaði. Mannvirkjaskrá geymir gögn um byggingar á Íslandi, byggingarhluta og eiginleika þeirra, ásamt byggingarleyfismálum og úttektum tengt þeim. Mannvirkjaskrá nýtir meðal annars gögn úr fasteignaskrá ásamt gögnum frá sveitarfélögum um byggingaleyfismál svo sem byggingarleyfisumsóknir, útgefin byggingarleyfi og stöðu þeirra. Byggingarstjórar og skoðunarmenn byggingafulltrúaembætta framkvæma lögbundnar áfangaúttektir ásamt stöðuskoðunum, öryggisúttektum og lokaúttektum og skrá niðurstöður þeirra í mannvirkjaskrá.
Skýringartexti til birtingar fyrir mælaborð:
Stöðumat íbúða
Hver og ein íbúð er metin í ákveðinni stöðu eftir þeim gögnum sem liggja fyrir í kerfum HMS. Mannvirkjaskrá HMS nýtir gögn úr fasteignaskrá og eftir atvikum gögn um byggingarleyfismál sem berast úr kerfum sveitarfélaga. Mannvirkjaskrá geymir einnig skráningar um úttektir sem byggingarstjórar og skoðunarmenn byggingarfulltrúa framkvæma vegna útgefinna byggingarleyfa. Þessi gögn eru nýtt til að meta sem best stöðu hverrar íbúðar, á hverjum tíma í mannvirkjaskrá.
Stöður íbúða geta verið:
- Byggingaráform
- Íbúðir í byggingu
- Lokið eða tekið í notkun
Íbúðir í byggingu
Íbúð telst í bygginu ef eftirfarand er fyrir hendi
- Matsstig er 8 og byggingarstig er lægra en 6 og byggingarár er innan 3 ára fá núverandi almanaksári
- Matsstig er á bilinu 2-5 eða byggingarstig er á bilinu 2-6
Byggingaráform
Íbúð telst vera byggingaráform ef eftirfarandi er fyrir hendi
- Matsstig er ekki fyrir hendi, er 0 eða 1
Lokið eða tekið í notkun
Íbúð telst lokið eða hún tekin í notkun ef eftirfarandi er fyrir hendi
- Matsstig er 6, 7 eða 8 eða byggingarstig er 7
Fullbúnar íbúðir
Fjöldi íbúða sem falla undir stöðuna „Lokið eða tekið í notkun“
Íbúðir í byggingu og byggingaráform
Fjöldi íbúða sem falla undir stöðurnar „Íbúðir í byggingu“ og „Byggingaráform“
Íbúðir lokið á þessu ári
Íbúðir lokið á þessu ári, eru þær íbúðir teljast lokið á núverandi almanaksári.
Stærðir íbúða
Íbúðir eru flokkaðar í mismunandi stærðarflokka eftir því hvort tegund húsnæðis er einbýlis og sérbýlishús eða fjölbýlishús. Stærðarflokkun byggist á sömu forsendum og notaðar eru við stærðarflokkun útreiknings á vísitölu húsnæðisverðs hjá HMS.
Framvinda
Framvinda íbúða er ákvörðuð út frá matsstigi og gerð byggingar. Matsstig íbúða í byggingu endurspeglar m.a. talningu HMS.