Mælaborð um fullbúnar íbúðir
Mælaborð um fullbúnar íbúðir
Á meðfylgjandi mælaborði má þróun á fjölda fullbúinna íbúða eftir landshlutum og sveitarfélögum. Gögnin eru uppfærð mánaðarlega og byggja á fasteignaskrá HMS.
- Fullbúnar íbúðir eru taldar sem íbúðir á matsstigi 7 eða 8 samkvæmt fasteignaskrá HMS, sem þýðir að bygging er fullgerð og tilbúin til afhendingar eða búsetu.
- Gögnin eru mánaðarleg og sýna nettóbreytingu í fjölda fullbúinna íbúða. Íbúð bætist við ef hún er skráð á matsstig 7 eða 8 í tilteknum mánuði. Ef íbúð er hins vegar skráð af matsstigi 7 eða 8 (t.d. hús rifið, notkunarflokkur breyttur, endurbyggingu) þá dregst hún frá í tilteknum mánuði.
- „Breyting á fjölda nýrra fullbúinna íbúða“ sýnir fjölda nýbygginga sem ná matsstigi 7 eða 8 í tilteknum mánuði. Íbúð telst vera ný ef byggingarár er tveimur árum eða minna frá útgáfuári kaupsamnings.
- Flipinn „fullbúnar íbúðir frá áramótum“ birtir uppsafnaða summu fullbúinna íbúða frá upphafi hvers árs. Talningin hefst á ný í janúar og uppsöfnun fyrir nýtt ár byrjar aftur.
Notkunarleiðbeiningar
Hægt er að velja mörg sveitarfélög og marga landshluta með því að halda inni ctrl takkanum (command takki á Mac) og velja það sem þarf.
Til þess að hala niður gögnunum á bak við mælaborðið þarf að smella á hvar sem er á grafið á mælaborðinu, velja punktana þrjá efst í hægra horninu og smella á „Export data“.