Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Önn­ur styrk­tæki­færi

Önn­ur styrk­tæki­færi

Á þessari síðu er miðlað upplýsingum um önnur styrktækifæri á sviði mannvirkjarannsókna og nýsköpunar.

Rannís veitir frekari upplýsingar og stuðning við umsóknir og aðstoðar rannsakendur að skrifa umsóknir og finna samstarfsaðila á Evrópusvæðinu. Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.

Stærri umsóknarskrif krefjast samstarfs og þátttöku. Meðal þeirra sem eru áhugasemir um að íslenskir aðilar taki þátt í slíkum rannsóknum og gætu veitt faglegan stuðning eru eftirfarandi aðilar:

  • Tæknisetur Íslands, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Tækniseturs, gudbjorg@taeknisetur.is
    Tæknisetur er fyrirtæki sem býður upp á sérfræðiþekkingu og sérhæfða aðstöðu, tæki og búnað. Markmið Tækniseturs er að brúa bilið milli rannsóknarsamfélags og atvinnulífs. Á Tæknisetri er búnaður til að prófa eiginleika byggingarefnis svo sem styrk, rakadrægni, veðrun, svignun (beygjubrotþol) o.s.frv. Efni geta verið efnagreind, möluð, klippt, söxuð, hituð, þurrkuð, hvörfuð o.s.frv. Hægt er að reyna uppbyggingu efnisins, yfirborð, vætanleika o.s.frv.
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja- og sjálfbærni hjá HMS, thorunn.sigurdardottir@hms.is
  • Innviðaráðuneytið, Björn Karlsson sérfræðingur á skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála, bjorn.karlsson@irn.is
  • Grænni byggð, Áróra Árnadóttir framkvæmdastjóri Grænni byggðar, arora@graennibyggd.is, gb@graennibyggd.is
  • Iðan fræðslusetur, Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina, olafurast@idan.is. Iðan býður upp á fræðslu og námskeið í mannvirkjagreinum. Aðilum sem vinna að fræðsluefni er bent á að hafa samband við Ólaf Ástgeirsson, en Iðan getur veitt stuðning við gerð fræðsluefnis og aðstöðu til námskeiðahalds.

Almenn leit að styrktækifærum

Funding and tender opportunites

Á þessum hlekk er hægt að leita að öllum opnum styrktækifærum eða köllum eins og þau eru nefnd, sem og köllum sem munu opna fljótlega.

Tilvalin leitarorð eru:

  • Horizon-CL5-2023-D4 (Cluster 5: Climate, Energy and Mobility)
  • New European Bauhaus
  • Built for People
  • Urban Transition
  • Construction Digitalisation
  • Life Cycle Assessment
  • Sustainable Construction
  • Emission-free Construction Sites
  • Zero-pollution Construction
  • Eco Friendly Building
  • Affordable housing

Kolbrún Bjargmundsdóttir hjá Rannís veitir frekari upplýsingar um köllin, kolbrun.bjargmundsdottir@rannis.is, s. 515 5814.

CET Partnership

Evrópskt samstarf

Tilgangur CET Partnership er að fjármagna verkefni sem þróa hagnýtar lausnir sem stuðla að árangri í orkuskiptum. Sigurður Björnsson hjá Rannís veitir frekari upplýsingar um þau tækifæri sem felast í þessum sjóði sigurdur.bjornsson@rannis.is. Á bakvið hvert verkefni þurfa að vera að minnsta kosti þrír sjálfstæðir lögaðilar frá að minnsta kostir þremur mismunandi löndum. Samstarfsaðilar geta verið háskólar, fyrirtæki, Samtök iðnaðarins, sveitarfélög, rannsóknarstofur og frjáls félagsamtök. Í slíku samstarfi eru leidd saman tækni, þekking og auðlindir frá mismunandi löndum. Frétt á síðu Rannís.

New European Bauhaus

Beautiful - sustainable - together

New European Bauhaus sameinar almenning, sérfræðinga, fyrirtæki og stofnanir til að auka sjálfbærni í borgum í Evrópu og víðar. Auk þess að skapa vettvang fyrir tilraunir og tengsl, styður framtakið jákvæðar breytingar einnig með því að veita aðgang að fjármögnun ESB fyrir falleg, sjálfbær verkefni án aðgreiningar.

Kolbrún Bjargmundsdóttir hjá Rannís veitir frekari upplýsingar, kolbrun.bjargmundsdottir@rannis.is, s. 515 5814.

The European Hub for sustainable urban development

European Urban Initiative

Sjálfbær þéttbýli Evrópu geta sótt um styrki í gegnum The European Hub for sustainable urban development.

Hér er hægt að meta hvort verkefnið uppfyllir skilyrði til þátttöku. https://www.urban-initiative.eu/self-assessment-tool

Kolbrún Bjargmundsdóttir hjá Rannís veitir frekari upplýsingar um köllin, kolbrun.bjargmundsdottir@rannis.is, s. 515 5814.

Horizon

Horizon áætlunin

Horizon Europe styður við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum. Markmið áætlunarinnar er að byggja upp sterkt vísinda- og nýsköpunarumhverfi í Evrópu sem leiðir af sér aukin tækifæri til atvinnu, betri samkeppnishæfni auk þess að mæta þörfum allra íbúa á svæðinu. Horizon umsóknir eru nefndar köll þar sem kallað er eftir skilgreindum rannsóknum í samræmi við áætlanir Evrópusambandsins.

Kolbrún Bjargmundsdóttir hjá Rannís veitir frekari upplýsingar um köllin, kolbrun.bjargmundsdottir@rannis.is, s. 515 5814.

Driving Urban Transitions

Driving Urban Transitions – Sustainable future for cities

Um er að ræða nýja áætlun til að þróa og efla lausnir fyrir sjálfbærar borgir framtíðarinnar. Áætlunin gengur út á að skapa nýsköpunarvettvang sem gerir sveitarfélögum, fyrirtækjum og almenningi kleift að umbreyta hnattrænni stefnu í staðbundnar aðgerðir í átt að sjálfbærri framtíð og auknum lífsgæðum í borgarsamfélagi. Frekari upplýsingar um þessa áætlun veitir Elísabet María Andrésdóttir hjá Rannís, elisabet.m.andresdottir@rannis.is.

LIFE Programme

LIFE áætlunin Evrópusambandsins fjármagnar verkefni sem takast á við áskoranir í loftslagsmálum.

LIFE áætlunin er áætlun Evrópusambandsins til að fjármagna verkefni sem stuðla að árangri í umhverfismálum og takast á við áskoranir í loftslagsmálum. Undir þessari áætlun eru tækifæri fyrir lögaðila innan "Bygginga- og mannvirkjagerðar (þ.m.t. viðhald)" og "Umhverfis- og skipulagsmála (þ.m.t. vatnsveitur og úrgangur)". Björg María Oddsdóttir hjá Rannís veitir frekari upplýsingar um LIFE áætlunina, bjorg.m.oddsdottir@rannis.is.

Enterprise Europe Network

Enterprise Europe Network á Íslandi

Hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi án endurgjalds sem vinna að því að:

  • koma nýrri tækni, vöru eða þjónustu á framfæri erlendis.
  • Leita að framleiðsluaðila, dreifingaraðila eða birgja.
  • Leita að samstarfsaðilum í evrópsk rannsóknarverkefni

Enterprise Europe network á Íslandi er hluti af þeirri þjónustu sem Rannís veitir. Þjónustan er hluti af stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og er gjaldfrjáls. Starfsmenn EEN eru Katrín Jónsdóttir, katrin.jonsdottir@rannis.is, Mjöll Waldorff, mjoll.waldorff@rannis.is og Hannes Ottósson, hannes.ottosson@rannis.is.

Built for people

Built for people

Built4People samstarfið gengur út að að hraða nýsköpun fyrir sjálfbæra mannvirkjagerð með velferð íbúa í forgrunni. Built4People (B4P) er evrópskt samstarf undir Horizon Europe.

Samstarfið miðar að því að hraða umskiptum yfir í loftslagshlutlaust, sjálfbært og snjallt byggt umhverfi miðað að þörfum íbúa.

Built for people

Eurostars

Eureka Eurostars

Eurostars er stærsta alþjóðlega fjármögnunaráætlunin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja taka þátt í rannsóknum og þróunarverkefnum sem skapa nýstárlegar vörur, ferla eða þjónustu fyrir markaðssetningu.

Eurostars

Nordic Carbon Neutral Bauhaus

Nordic Carbon Neutral Bauhaus

Hvernig getur arkitektúr, hönnun og list hjálpað til við að finna leiðir til að byggja og búa á kolefnishlutlausan hátt þar sem íbúar eru í forgrunni? Verið velkomin í tveggja ára ferð í gegnum áhugaverð viðfangsefni eins og sjálfbærra hönnun, kolefnisfótspor, hringrásarhönnun, losun á mann, félagslega réttlát græn umskipti, lífmiðlæg hönnunarnálgun, iðnaðarvistkerfi og stefnur til betri framtíðar.