Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Eignaskiptayfirlýsingar
Eignaskiptayfirlýsingar
Eignaskiptayfirlýsing er lögbundið skjal sem lýsir hvernig fjöleignarhús er skipt í séreignir og sameignir. Hún tilgreinir hver á hvað, hvaða hlutar eru sameign og hvernig skipting kostnaðar og atkvæðavægis fer fram.
Eignaskiptayfirlýsing:
- Sýnir hvaða hlutar hússins tilheyra hverjum eiganda.
- Skilgreinir hvaða hlutar eru í sameign — allra eða sumra eigenda.
- Greinir frá hlutfallstölum, kvöðum og réttindum, til dæmis yfir bílskúrum og bílastæðum.
- Er grundvöllur við sölu, veðsetningu og skiptingu kostnaðar.
Eignaskiptayfirlýsingu má aðeins semja af löggiltum aðila með sérstakt leyfi. Eigendur þurfa að undirrita hana, byggingarfulltrúi staðfestir og að lokum er henni þinglýst.
Er til eignaskiptayfirlýsing fyrir húsið þitt?
Hægt er að fá upplýsingar hjá viðkomandi sýslumannsembætti. Ef yfirlýsing er ekki til eða ófullnægjandi, þarf að taka málið fyrir á húsfundi og samþykkja að láta semja nýja.
Það er mikilvægt að húsfélög bregðist hratt við til að forðast tafir í fasteignaviðskiptum.
Skráningartöflur
Skráningartöflur eru ætlaðar hönnuðum mannvirkja, embættismönnum sveitarfélaga, eigendum fasteigna, eignaskiptayfirlýsendum, fasteignasölum, skipulagsyfirvöldum, sýslumönnum og starfsmönnum þeirra og öðrum sem vinna að skilgreiningu og skráningu fasteigna.