16. september 2025

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,54 prósent á milli mánaða í ágúst 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Vísitala íbúðaverðs mældist 111,1 stig í ágúst og lækkaði um 0,54 prósent á milli mánaða
  • Íbúðaverð hefur lækkað að raunvirði á undanförnum 12 mánuðum í fyrsta skipti síðan í mars 2024
  • Hægt hefur á tólf mánaða nafnverðshækkun íbúðaverðs frá ársbyrjun

Vísitala íbúðaverðs mældist 111,1 stig í ágúst og lækkaði um 0,54 prósent á milli mánaða. Á undanförnum tólf mánuðum hefur vísitalan hækkað um 2,21 prósent, á sama tíma og verðbólga mældist 3,8 prósent.

Frá áramótum hefur hægt verulega á raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs sem mælist nú neikvæð í fyrsta skipti síðan í mars 2024. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð á landsvísu lækkað um 1,49 prósent að raunvirði.

Á mynd hér að neðan má sjá mánaðarbreytingu vísitölu íbúðaverðs á síðustu mánuðum.

Taflan hér að neðan sýnir vísitöluna, ásamt mánaðarhækkun hennar og 12 mánaða hækkun, auk fjögurra undirvísitalna fjölbýlis og sérbýlis á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Vísi­tala íbúða­verðs fyr­ir ágúst 2025

VísitalaGildiBreyting á milli mánaða12 mánaða breyting
Íbúðaverð111,1-0,54%2,21%
Sérbýli á hbs.111,2-0,54%1,55%
Sérbýli á landsbyggð114,0-1,13%3,45%
Fjölbýli á hbs.109,2-0,36%2,06%
Fjölbýli á landsbyggð114,31,06%3,25%

Hægt hef­ur á nafn­verðs­hækk­un vísi­tölu íbúða­verðs frá ára­mót­um

Tólf mánaða nafnverðshækkun vísitölu íbúðaverðs mældist 10,4 prósent í janúar síðastliðnum. Síðan þá hefur hægt á árstaktinum mánuð frá mánuði sem mælist 2,21 prósent nú í ágúst. Árshækkun vísitölunnar hefur ekki mælst minni að nafnvirði frá því í september 2023 þegar íbúðaverð hafði hækkað um 2,06 prósent á ársgrundvelli.

All­ar und­ir­vísi­töl­ur hafa lækk­að að raun­virði síð­ast­lið­ið ár

Allar undirvísitölur íbúðaverðs, þ.e. undirvísitölur fyrir sérbýli og fjölbýli innan sem utan höfuðborgarsvæðisins, hafa lækkað að raunvirði undanfarna tólf mánuði líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Á höfuðborgarsvæðinu lækkar íbúðaverð að raunvirði á ársgrundvelli annan mánuðinn í röð, en árstakturinn mælist nú neikvæður um 1,84 prósent en var neikvæður um 0,16 prósent í júlí. Á landsbyggðinni lækkar íbúðaverð að raunvirði í fyrsta skipti síðan í febrúar 2024, en árstakturinn mælist þar neikvæður um 0,39 prósent.

12 mánaða raunverðsbreyting vísitölu íbúðaverðs í ágúst 2025

Á landsbyggðinni lækkar vísitala fjölbýlis meira en vísitala sérbýlis að raunvirði, eða um 0,48 prósent samanborið við 0,30 prósent. Innan höfuðborgarsvæðisins mælist tólf mánaða raunverðslækkun vísitölu sérbýlis aftur á móti meiri, eða 2,12 prósent samanborið við 1,65 prósent raunverðslækkun vísitölu fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu.

Mæla­borð fyr­ir vísi­töl­ur HMS

Mælaborð fyrir vísitölur HMS um íbúða- og leiguverð er aðgengilegt á vef HMS. Þar er hægt að nálgast þróun vísitölu íbúðaverðs, ásamt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð. Hægt er að nálgast mælaborðið með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Mælaborð fyrir vísitölur HMS

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS