23. apríl 2025
28. febrúar 2024
Rb-blað mánaðarins: Fúguþéttingar
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svokölluðum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningarblöð um mannvirkjagerð. Í tilefni endurútgáfu blaðanna mun HMS endurbirta eldri Rb-blöð mánaðarlega.
- Rb-blað mánaðarins var gefið út í janúar árið 1973 og fjallar um fúguþéttingu (felluþéttingu), þ.e. lokun á fúgum og raufum. Blaðið má nálgast með því að smella á þennan hlekk.
- Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk.
Rb-blaðið um fúguþéttingar varð fyrir valinu þennan mánuðinn þar sem það var eitt af fyrstu Rb-blöðunum sem gefin voru út. Þar að auki hefur fróðleikurinn um fúguþéttingar staðist tímans tönn og á því efni blaðsins enn fullt erindi við almenning.
Löng og merk saga
Rb-blöðin eiga sér langa og merka sögu. Þau draga nafn sitt af Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins sem stofnuð var árið 1965. Átta árum síðar kom fyrsta blaðið út og nú tæplega 300 blöðum síðar er ætlunin að hefja útgáfu að nýju.
Um er að ræða tækni- og leiðbeiningarblöð fyrir almenning, húsbyggjendur, iðnaðarmenn og aðra sem koma að mannvirkjagerð og notkun þeirra. Blöðin eru yfirleitt stutt, en þau eru yfirleitt tvær til sex blaðsíður hvert, þó eru einstaka útgáfur lengri. Þau byggja á norskri og danskri fyrirmynd um leiðbeiningarblöð og eru sum hver þýdd en aðlöguð að íslenskum aðstæðum.
Rb-blöðin endurvakin
Ný Rb-blöð, sem HMS mun byrja að gefa út aftur á næstu mánuðum, munu innihalda uppfærðar og/eða nýjar leiðbeiningar. Hugmyndafræðin verður sú sama og í gömlu blöðunum, þau verða stutt leiðbeiningarblöð sem eru byggð á reynslu, rannsóknum og raunprófuðum aðferðum fyrir þá sem koma að mannvirkjagerð.
Engu að síður hefur margt í áður útgefnum blöðum staðist tímans tönn. Full ástæða er að muna eftir því sem vel var gert og í því ljósi velur HMS mánaðarlega eitt áður útgefið Rb-blað sem fulltrúa þekkingar og færni í mannvirkjagerð.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS