19. janúar 2026

Ný ákvæði um ljósvist í byggingarreglugerð

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í byggingarreglugerð hafa nú í fyrsta sinn verið sett heildstæð ákvæði um ljósvist, þar sem skilgreind eru markmið og kröfur er varða dagsbirtu, raflýsingu, ljósmengun og útsýni. Með breytingunum er stigið mikilvægt skref í átt að heilnæmari, öruggari og aðgengilegri byggð, þar sem gæði birtu og sjónræns umhverfis eru viðurkennd sem lykilþáttur í lífsgæðum fólks.

Breytingarnar koma í kjölfar aukinnar umræðu á undanförnum árum um þéttingu byggðar, skuggavarp og aðgengi að dagsbirtu.

Með nýjum ákvæðum er ljósvist skilgreind með heildstæðum hætti sem samspil margra þátta, þar á meðal dagsbirtu, raflýsingar, ljósmengunar og útsýnis. Áhersla er lögð á að mannvirki séu hönnuð og staðsett með tilliti til þarfa ólíkra aldurshópa og þeirrar starfsemi sem fer fram í og við mannvirki.

Í reglugerðinni er settur fram sérstakur kafli um ljósvist og útsýni sem byggir á fjórum meginstoðum:

  • Kröfur til dagslýsingar í vistarverum
  • Kröfur til raflýsingar
  • Kröfur varðandi ljósmengun
  • Kröfur um útsýni í vistarverum

Breytt reglugerð tekur gildi fyrir framkvæmdir sem byggja á deiliskipulagi sem samþykkt er eftir 1. maí 2026. Frá og með 1. ágúst 2027 munu ákvæðin gilda um allar framkvæmdir sem sótt er um byggingarleyfi fyrir.

Með þessum breytingum er dagsbirta og góð ljósvist formlega viðurkennd sem lífsgæði og hönnunarforsenda í íslensku regluverki. Horft var til tillagna sem stjórnvöld í Danmörku hafa verið með í undirbúningi og hyggjast koma inn í sitt regluverk á næstunni, en þessar útfærslur draga úr gildandi kröfum í byggingareglugerð þeirra. Markmiðið er að skapa skýrari ramma fyrir hönnun og skipulag, sem stuðlar að vandaðri mannvirkjagerð og betri byggð til framtíðar.

HMS mun í framhaldinu gefa út leiðbeiningar til að styðja við innleiðingu nýju ákvæðanna og tryggja samræmda og faglega framkvæmd.

Búið er að birta leiðbeiningar við byggingarreglugerð í samráðsgátt sem lagðar eru fram til umsagnar í 30 daga. Samhliða hefur nýtt RB-blað um Ljósvist verið gefið út.

Leiðbeiningar við byggingarreglugerð

til umsagnar í 30 daga

RB-blað um Ljósvist

Til nánari glöggvunar sjá tímalínu á útgáfum tengdum ljósvist.

19. janúar:

  1. Leiðbeiningar við byggingarreglugerð:
    10.4 Ljósvist og útsýni
    10.4.3 Kröfur til raflýsingar
    10.4.4 Kröfur til dagslýsingar í vistarverum
    10.4.5 Kröfur varðandi ljósmengun
    10.4.6 Kröfur um útsýni í vistarverum
  2.  Leiðbeiningar byggingarreglugerðar fyrir 10% regluna með leiðréttingum vegna umhverfisþátta
  3. Leiðbeiningar byggingarreglugerðar fyrir virkniprófun raflýsingar og stýringa
  4. Rb- blað Ljósvist

    Framundan:
  5. Leiðbeiningar um ljósvist við undirbúning skipulagsáætlana, unnin í samstarfi Skipulagsstofnunar og HMS, áætluð útgáfa í febrúar/mars.
  6. Rb- blað Dagsljós, áætluð útgáfa í mars
  7. Rb- blað Raflýsing, áætluð útgáfa í maí

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS