20. janúar 2026
21. janúar 2026
Vísitala leiguverðs lækkaði um 1,4 prósent í desember 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Vísitala leiguverðs mældist 124,9 stig og lækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða
- Enn hægist á hækkun leiguverðs og nam 12 mánaða hækkun hennar 5,05 prósent
- Markaðsleiga hækkaði um 0,5 prósent að raunvirði á milli desembermánaða 2024 og 2025, en sambærileg hækkun nam 1,8 prósentum í nóvember og 2,26 prósentum í október
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 124,9 stig og lækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða í desember. Á síðastliðnum 12 mánuðum hefur vísitalan hækkað um 5,05 prósent á sama tíma og verðbólga mældist 4,5 prósent og vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,11 prósent. Leiguverð hefur því hækkað um hálft prósent að raunvirði undanfarið ár og árstakturinn minnkar á milli mánaða.
Mælaborð fyrir vísitölur HMS
Á meðfylgjandi mynd má sjá mánaðarlega breytingu á vísitölu leiguverðs ásamt gildum hennar síðustu 12 mánuði.
Vísitala leiguverðs byggir á vegnu meðaltali leiguverðs á fermetra hjá hefðbundnum íbúðum í eigu einstaklinga og hagnaðardrifinna leigufélaga. Niðurstöður eru vegnar saman með veltu íbúða með sama herbergjafjölda á síðustu 12 mánuðum. Stuðst er við leigusamninga síðastliðinna tveggja mánaða við útreikning vísitölunnar, svo desembergildi hennar tekur mið af leigusamningum í desember og nóvember.
Hægist á raunverðshækkun leiguverðs
Leiguverð hefur hækkað umfram verðlag á ársgrundvelli samfellt frá miðju ári 2023, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan sem sýnir 12 mánaða raunverðshækkun vísitölu leiguverðs. Undanfarna mánuði hefur þó hægt verulega á tólf mánaða raunverðshækkun leiguverðs samhliða minni nafnverðshækkunum. Síðastliðna 12 mánuði hefur leiguverð hækkað um hálft prósent að raunvirði, en milli nóvembermánaða 2024 og 2025 hækkaði leiguverð um 1,8 prósent að raunvirði og um 2,3 prósent milli októbermánaða 2024 og 2025.
Mælaborð fyrir vísitölur HMS
Mælaborð fyrir vísitölur HMS um íbúða- og leiguverð er aðgengilegt á vef HMS. Þar er hægt að nálgast þróun vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, auk þess er hægt að nálgast eldri og sameinaðar vísitölur leiguverðs. Mælaborðið má finna á https://hms.is/gogn-og-maelabord/visitolur.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS





