20. janúar 2026

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 1,16 prósent á milli mánaða í desember 2025 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Íbúðaverð lækkaði á milli mánaða í desember og mældist 111,1 stig 
  • Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,11 prósent, en árshækkunin nam 2,65 prósentum í nóvember 
  • Íbúðaverð hefur lækkað að raunvirði í fimm mánuði í röð 

Vísitala íbúðaverðs mældist 111,1 stig í desember og lækkaði um 1,16 prósent á milli mánaða. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,11 prósent, á sama tíma og verðbólga mældist 4,5 prósent. Íbúðaverð lækkaði því um 2,3 prósent að raunvirði á milli nóvembermánaða 2024 og 2025. 

Á síðustu sex mánuðum hefur íbúðaverð lækkað um 0,27 prósent að nafnvirði sem er 0,54 prósent lækkun íbúðaverðs á ársgrundvelli. 

Á mynd hér að neðan má sjá mánaðarbreytingu vísitölu íbúðaverðs á síðustu mánuðum.

Líkt og sjá má á töflunni hér að neðan lækkuðu allar undirvísitölur vísitölu íbúðaverðs milli mánaða, minnst var lækkunin á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu (-0,09%) en mest á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu (-2,2%). Taflan sýnir vísitöluna, ásamt mánaðarhækkun hennar og 12 mánaða hækkun, auk fjögurra undirvísitalna fjölbýlis og sérbýlis á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. 

Vísi­tala íbúða­verðs fyr­ir des­em­ber 2025

VísitalaGildiBreyting á milli mánaða12 mánaða breyting
Íbúðaverð111,1-1,16%2,11%
Sérbýli á hbs.111,1-2,2%3,06%
Sérbýli á landsbyggð112,4-1,23%0,27%
Fjölbýli á hbs.110,0-0,09%2,8%
Fjölbýli á landsbyggð114,4-1,55%-0,61%

Íbúða­verð tek­ið að lækka að nafn­virði á lands­byggð­inni

Líkt og fram kom hér að framan hefur íbúðaverð hækkað um 2,11 prósent að nafnvirði síðastliðna 12 mánuði. Sú nafnverðshækkun er drifin áfram af verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Sérbýlisíbúðir á höfuðborgarsvæðinu hafa þó hækkað um 3,06 prósent en fjölbýlisíbúðir á sama svæði hafa hækkað um 2,8 prósent milli desembermánaða 2025 og 2024.  

Öfug verðþróun hefur átt sér stað á landsbyggðinni en þar hafa fjölbýlisíbúðir lækkað um 0,61 prósent síðastliðið ár en íbúðir í sérbýli hafa nánast staðið í stað að nafnvirði (hækkað um 0,27%). 

Mæla­borð fyr­ir vísi­töl­ur HMS

Mælaborð fyrir vísitölur HMS um íbúða- og leiguverð er aðgengilegt á vef HMS. Þar er hægt að nálgast þróun vísitölu íbúðaverðs, ásamt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð. Hægt er að nálgast mælaborðið með því að smella á hnappinn hér að neðan. 

Mælaborð fyrir vísitölur HMS

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS