12. febrúar 2024

Tenging vararafstöðva – í tilefni af ástandinu á Reykjanesi

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í því ástandi sem ríkt hefur á Reykjanesi síðustu daga hafa margir gripið til þess ráðs að tryggja sér rafmagn með því að tengja vararafstöðvar við neysluveitur (húsnæði). Af því tilefni minnir HMS á nauðsyn þess að tryggja öruggan frágang og tengingu slíkra stöðva og bendir í því sambandi á leiðbeiningar um tengingu vararafstöðva sem finna má í verklýsingum á vef HMS og nálgast má með því að smella hér.

Jafnframt er bent á eingöngu löggiltir rafverktakar mega taka að sér tengingar vararafstöðva og slík verk er skylt að tilkynna til HMS (lokatilkynning). Þá er einnig bent á að skv. Tæknilegum tengiskilmálum raforkudreifingar, TTR, er tenging varaaflsstöðva við kerfi dreifiveitu háð samþykki viðkomandi dreifiveitu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS