22. janúar 2026
22. janúar 2026
Greinargerð um hita og rakaástand mannvirkis
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS hefur endurvakið útgáfu á svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Í tilefni útgáfu nýrra blaða endurútgefur HMS eldri blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar.
Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um hita- og rakástand í byggingarhlutum og byggingum.
Blaðið var gefið út í september 2019. Um er að ræða greinargerð sem hönnuður mannvirkis skal leggja fram til að tryggja að hita- og rakaástand í byggingum verði viðunandi og orkunotkun hófleg.
Rb-blað mánaðarins
Samkvæmt grein 4.5.3. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 (Greinargerðir hönnuða) skulu hönnuðir vinna greinargerðir fyrir leyfisveitanda vegna ýmissa hönnunarþátta hvers mannvirkis eftir því sem við á og í samræmi við umfang og eðli verkefnisins. Meðal annars þurfa hönnuðir að gera grein fyrir hita- og rakaaðstæðum, tegund loftræstingar, innihita, loftraka, U-gildi og varmaþörf.
Mikilvægt er að hönnuðir búi að leiðbeiningu varðandi framangreint. Þá leiðbeiningu má finna í Rb-blaðinu Greinargerð um hita og rakaástand (í byggingarhlutum og byggingum).
Öll útgefin Rb-leiðbeiningarblöð
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




