3. janúar 2025
31. desember 2024
Fasteignir landsins eru metnar á 15,3 billjónir króna
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Nýtt fasteignamat fyrir árið 2025 tekur gildi í dag, en með því uppfærist áætlað virði allra fasteigna á landinu. Með nýju fasteignamati er áætlað heildarvirði fasteigna 15,3 billjónir króna, eða 15.300 milljarðar króna, og er það 4,3 prósentum hærra en í fyrra.
HMS kynnti fasteignamat fyrir árið 2025 í lok maímánaðar á þessu ári á opnum fundi, en matið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2024. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum, en þar kom meðal annars fram að fasteignamat hækkaði um 6,6 prósent á landsbyggðinni og að mesta hækkunin hafi verið í Flóahreppi, Tálknafjarðarhreppi og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Fasteignamatið er mikilvægt fyrir annars vegar fjármálastofnanir, sem líta til þess við lánveitingar til íbúðakaupa og hins vegar fyrir sveitarfélög, sem miða gjaldtöku sína við það, en fasteignagjöld eru oft í kringum 10 til 20 prósent af árlegum skatttekjum sveitarfélaga.
Á að gefa raunhæfa mynd af verði fasteigna
Fjölmörg tól og gagnabankar nýtast við verðmatið en aðferðafræðin sem notuð er við fasteignamatið á að gefa raunhæfa mynd af verði fasteigna.
Á vefnum leit.fasteignaskra.is er hægt að fletta upp nýju fasteignamati fyrir einstaka fasteignir. Metið virði einstakra fasteigna breytist með ólíkum hætti á milli ára, en HMS styðst meðal annars við nýleg viðskipti með sambærilegt húsnæði á hverjum stað í mati sínu. Frekari upplýsingar um útreikning fasteignamats má nálgast í skýrslu um niðurstöður og aðferðir fasteignamats 2025.
Frestur til að gera athugasemd við nýja fasteignamatið rann endanlega út í gær, 30. desember.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS