Stofnframlög
Stofnframlög
Sækja um stofnframlög
Sækja um stofnframlög
HMS afgreiðir umsóknir um stofnframlag ríkisins, en umsækjendur þurfa einnig að sækja um stofnframlag frá viðkomandi sveitarfélagi. HMS auglýsir opin umsóknartímabil í hvert sinn.
- Lokað er fyrir umsóknir um stofnframlög. Næsta umsóknartímabil verður auglýst síðar.
Umsókn um stofnframlag vegna íbúðabygginga skal taka til einnar tiltekinnar framkvæmdar. Ef sótt er um fyrir fleiri byggingar þarf að senda inn aðskildar umsóknir fyrir hvert verkefni.
Ef sótt er um stofnframlag bæði vegna nýbyggingar og fyrirhugaðra kaupa, þarf að skila inn tveimur aðskildum umsóknum. Athugið þó að kaup á mörgum íbúðum í sama sveitarfélagi teljast eitt verkefni.
Forgangsreglur við úthlutun
HMS skal tryggja að minnsta kosti 25% af úthlutunarfé fari til byggingar eða kaupa á íbúðum á vegum sveitarfélaga. Það er það íbúðarhúsnæði sem sveitarfélög úthluta á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Að minnsta kosti tveir þriðju af úthlutunarfé skal fara í íbúðir fyrir tekju- og eignaminni leigjendur á vinnumarkaði. Hægt er að víkja frá þessum reglum ef eftirspurn eftir þessum íbúðum er minni.
Fylgigögn umsóknar
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókn. HMS getur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum ef þörf krefur.
Mat og afgreiðsla umsókna
Eftir umsóknarfrest fer HMS yfir umsóknir sem uppfylla skilyrði. Umsóknum sem skortir nauðsynleg gögn er vísað frá.
Lögð er áhersla á nýbyggingar og fjölgun leiguíbúða á svæðum þar sem þörf er á húsnæði fyrir tekju- og eignaminni. Ef ekki er unnt að veita öllum umsækjendum stofnframlag, metur HMS hvar þörfin er mest.
Við mat er meðal annars skoðað:
- Hvort umsókn samræmist lögum og reglugerðum.
- Hvort húsnæðið sé hagkvæmt og uppfylli þarfir íbúa.
- Hvort nýttar séu hagkvæmar lausnir til að lækka kostnað.
- Hvort framkvæmdaáætlun og byggingarkostnaður sé raunhæfur.
- Hvort þörf sé fyrir leiguíbúðir á svæðinu.
- Hvort fjölbreytni íbúa og félagsleg blöndun sé tryggð.
- Hvort fjármögnun og viðskiptaáætlun sé örugg.
- Hvort leiguverð sé innan greiðslugetu leigjenda, eða að jafnaði ekki umfram fjórðung heildartekna.
HMS getur einnig tekið mið af byggðasjónarmiðum, samgöngum og efnahagslegum aðstæðum.
Samþykkt umsókn – næstu skref
HMS tilkynnir umsækjanda skriflega um niðurstöðu. Í tilkynningu um samþykki kemur fram fjárhæð stofnframlags og möguleg skilyrði. Ef umsókn er synjað fylgja leiðbeiningar um kæruheimild og um rétt umsækjanda til frekari rökstuðnings fyrir ákvörðuninni.