Stofnframlög

Stofnframlög

Stofnframlög
Stofnframlög

Stofnframlög

Stofnframlög

Al­menna íbúða­kerf­ið

Al­menna íbúða­kerf­ið

Leiguíbúðir sem HMS og sveitarfélög hafa veitt stofnframlög til byggingar eða kaupa á kallast almennar íbúðir.

Fyr­ir hverja eru al­menn­ar íbúð­ir?

Almennar íbúðir eru ætlaðar þeim sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, þar á meðal:

  • námsmönnum
  • öldruðum
  • fötluðu fólki
  • einstaklingum í erfiðri félagslegri eða fjárhagslegri stöðu

Nánar um tekju- og eignamörk í 6. grein reglugerðar 183/2020 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.

Hvern­ig er leig­an ákveð­in?

Leigufjárhæð almennra íbúða skal að meginstefnu duga fyrir öllum kostnaði við rekstur þeirra. Þá skal leigufjárhæð að jafnaði ekki vera hærri en fjórðungur af tekjum leigjanda.

Út­hlut­un og biðlist­ar

Eigendur almennra íbúða bera ábyrgð á því að úthluta þeim til leigjenda sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigunnar.

Úthlutað er af biðlista en einnig er hægt að veita forgang vegna fjölskyldustærðar, fjárhagsstöðu eða annarra aðstæðna.

Við­mið­un­ar­stærð­ir íbúða við út­hlut­un

Fjöldi herbergjaHámarksstærð íbúðaHámarksstærð íbúða fyrir fatlað fólk
Einstaklingsíbúð50m²60m²
2 herbergja íbúð60m²75m²
3 herbergja íbúð85m²100m²
4 herbergja íbúð100m²115m²
5 herbergja íbúð115m²135m²