Stofnframlög
Stofnframlög
Almenna íbúðakerfið
Almenna íbúðakerfið
Leiguíbúðir sem HMS og sveitarfélög hafa veitt stofnframlög til byggingar eða kaupa á kallast almennar íbúðir.
Fyrir hverja eru almennar íbúðir?
Almennar íbúðir eru ætlaðar þeim sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, þar á meðal:
- námsmönnum
- öldruðum
- fötluðu fólki
- einstaklingum í erfiðri félagslegri eða fjárhagslegri stöðu
Nánar um tekju- og eignamörk í 6. grein reglugerðar 183/2020 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.
Hvernig er leigan ákveðin?
Leigufjárhæð almennra íbúða skal að meginstefnu duga fyrir öllum kostnaði við rekstur þeirra. Þá skal leigufjárhæð að jafnaði ekki vera hærri en fjórðungur af tekjum leigjanda.
Úthlutun og biðlistar
Eigendur almennra íbúða bera ábyrgð á því að úthluta þeim til leigjenda sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigunnar.
Úthlutað er af biðlista en einnig er hægt að veita forgang vegna fjölskyldustærðar, fjárhagsstöðu eða annarra aðstæðna.
Viðmiðunarstærðir íbúða við úthlutun
Fjöldi herbergja | Hámarksstærð íbúða | Hámarksstærð íbúða fyrir fatlað fólk |
---|---|---|
Einstaklingsíbúð | 50m² | 60m² |
2 herbergja íbúð | 60m² | 75m² |
3 herbergja íbúð | 85m² | 100m² |
4 herbergja íbúð | 100m² | 115m² |
5 herbergja íbúð | 115m² | 135m² |