Rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi
Öryggisstjórnun rafverktaka
Öryggisstjórnun rafverktaka
Löggiltum rafverktaka ber að koma sér upp skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi samanber VLR 3.010 Öryggisstjórnun rafverktaka, þannig að tryggt sé að öll hans starfsemi sé samkvæmt reglum. Rafverktaki fylgi reglugerð um raforkuvirki, fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og öðrum gildandi lögum og reglum, eftir því sem við á, í störfum sínum.
Tilkynningar á rafrænu formi
Löggiltir rafverktakar skila skýrslu um neysluveitu (lokatilkynningu) á rafrænan hátt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í gegnum miðlæga rafmagnsöryggisgátt HMS. Í gáttinni varðveitast afrit af öllum skýrslum og þangað sendir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun einnig staðfestingu á móttöku tilkynninga.
Rafmagnsöryggisgátt
Hér geta rafverktakar skráð sig inn í Miðlæga rafmagnsöryggisgátt.
Eftirlit með nýjum neysluveitum
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur yfireftirlit með því að neysluveitur brjóti ekki í bága við ákvæði laga og reglugerða.