Rafmagnsöryggi

Rafmagnsöryggi

Rafmagnsöryggi

Rafmagnsöryggi

Skoð­un­ar­stof­ur

Skoð­un­ar­stof­ur

Faggiltar skoðunarstofur, með leyfi frá HMS, annast skoðanir, eftirlit og úttektir á rafvirkjum, öryggiskerfum, rafföngum og aðstöðu rafverktaka.

Starfsleyfi getur náð til:

  • Skoðunar á virkjum yfir eða undir 1000 V riðspennu / 1500 V jafnspennu
  • Öryggisstjórnunar rafveitna og rafverktaka
  • Skoðunar á aðstöðu, búnaði og rafföngum

Skoðunarstofur þurfa að vera óháðar og uppfylla kröfur reglugerðar. Þrjár slíkar stofur starfa með faggildingu og leyfi HMS: Frumherji hf., Rafskoðun ehf. og BSI á Íslandi ehf.

Þær hafa starfsleyfi til að skoða:

  • virki með málspennu yfir 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
  • virki með málspennu til og með 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
  • öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar.
  • öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar.
  • aðstöðu og búnað rafverktaka.
  • BSI á Íslandi ehf. hefur að auki starfsleyfi til að skoða rafföng á markaði.