Rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi
Rafverktakar
Rafverktakar
Aðeins löggiltir rafverktakar mega annast raflagnavinnu og bera ábyrgð á verkþáttum rafmagns í mannvirkjagerð. Þeir skulu starfa eftir öryggisstjórnunarkerfi til að uppfylla lagakröfur um gæði og öryggi.
Rafmagnsöryggisgátt
Rafmagnsöryggisgátt er upplýsingakerfi sem einfaldar rafræn skil og samskipti rafverktaka, dreifiveitna og skoðunarstofa við HMS. Kerfið styður við opinbert eftirlit með rafmagnsöryggi og tengir aðila í sameiginlegt gagnakerfi. Hér má nálgast handbók um rafmagnsöryggisgátt.
Eftirlit með neysluveitum
HMS tryggir reglubundið eftirlit með neysluveitum samkvæmt reglugerð. Skoðanir fara fram með úrtaksaðferð í samstarfi við faggiltar skoðunarstofur til að meta ástand raflagna og búnaðar.
Athugasemdir eru flokkaðar eftir alvarleika:
- Minniháttar gallar.
- Öryggisfrávik sem geta valdið hættu.
- Alvarleg öryggisfrávik sem krefjast tafarlausra aðgerða.
Eigendur fá skoðunarskýrslu með úrbótafresti, og niðurstöður nýtast HMS í fræðslu og kynningu.
Eftirlit með nýjum veitum
HMS hefur eftirlit með nýjum neysluveitum til að tryggja samræmi við lög og reglur.
Tilkynning og verklok
- Rafverktakar bera ábyrgð á að raflagnir uppfylli reglur og sjá um samskipti við rafveitur.
- Þeir yfirfara sín verk og tilkynna verklok til HMS.
- Úrtaksskoðanir eru framkvæmdar á allt að 20% nýrra veita.
Úrbætur og endurskoðun
- Rafverktakar skulu lagfæra athugasemdir innan tilgreindra tímamarka.
- HMS getur framkvæmt endurskoðun ef ekki er brugðist við úrbótum.