Rafveitur
Rafveitur
Hlutverk rafveitna er að afla, flytja, dreifa og selja orku í landinu. Ný rafveita þarf að fá viðurkenningu HMS á öryggisstjórnunarkerfi sínu til að tengjast raforkunetinu. Verklýsing VL 3.028 Setning rafveitu, staðfesting ábyrgðarmanns og viðurkenning á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu, útskýrir ferlið við setningu nýrrar rafveitu og staðfestingu á öryggisstjórnunarkerfi.
Verklýsing VL 3.028 Setning rafveitu, staðfesting ábyrgðarmanns og viðurkenning á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu, útskýrir ferlið við setningu nýrrar rafveitu og staðfestingu á öryggisstjórnunarkerfi.
- Í 5. grein reglugerðar um raforkuvirki er að finna þær kröfur sem gerðar eru til öryggisstjórnunarkerfis rafveitna.
- Í verklagsreglu VLR 3.031 Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva er nánari lýsing á kröfunum.
- Hluti af öryggisstjórnunarkerfinu er eftirlit með eigin virkjum og í verklagsreglu VLR 3.032 Skoðun á eigin virkjum rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er að finna nánari lýsingu á kröfum um eftirlitið.
- Í verklagsreglu VLR 3.033 Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er lýsingu á því hvernig skoðunum faggiltrar skoðunarstofu með öryggisstjórnunarkerfinu skal háttað.
- Í verklýsingum VL 3.026 Upplýsingagjöf rafveitna vegna innri og ytri skoðana Raforkuvirkja og í VL 3.027 Upplýsingaflæði milli rafveitu, skoðunarstofu og HMS, er að finna lýsingu á lögbundinni upplýsingagjöf til HMS