Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Orkunotkun vara
Orkunotkun vara
Kröfur Evrópska efnahagssvæðisins
Mörg heimilistæki og vörur nota orku eða hafa áhrif á orkunotkun án þess að nýta orkuna beint. Það eru ákveðnar reglur um visthönnun og orkumerkingar þeirra en þessar vörur hafa mikil áhrif á orkunotkun heimila. Evrópusambandið setur fram kröfur um visthönnun orkutengdra vara með tilskipun og orkumerkingar á þessar vörur með reglugerð.
Orkumerkingar stuðla að orkunýtni
Orkumerktar vörur í ríkjum Evrópu eru til dæmis “hvítvörur” og ljósgjafar. "Hvítvörur" eru m.a. kælitæki, með og án frystis, uppþvottavélar, þvottavélar og þurrkarar. Tilgangurinn með að orkumerkja vörur er að gera orkunýtingu vörunnar sjónræna og gera neytendum kleift að taka upplýsta ákvörðun um hvaða vara notar minnsta orku.
Kröfur um visthönnun orkutengdra vara setur takmarkanir á orkunotkun þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Reglugerðir um visthönnun geta einnig sett fram kröfur um hámarks áhrif á umhverfið eins og t.d. kröfur um hljóðstyrk.
HMS hefur umsjón með að lögum og reglugerðum um visthönnun orkutengdra vara og orkumerkinga sé framfylgt.
Meira um orkumerkingar
Vörur með minnstu orkunotkun hafa dökkgrænt merki. Ásamt því að sýna hversu mikla orku varan notar sýnir orkumerkingin einnig aðrar staðlaðar upplýsingar eins og til dæmis vatnsnotkun og hljóðstyrk vörunnar eða annað sem við á. Orkumerkingar Evrópusambandsins beinast fyrst og fremst að orkunotkun á notkunartíma á líftíma vörunnar. Kröfur um orkumerkingar gilda aðeins um nýjar vörur.