Lífsferilsgreining (LCA)

Lífsferilsgreining (LCA)

Spurt og svarað
Spurt og svarað
Hér má lesa algengar spurningar og svör varðandi lífsferilsgreiningar. Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að er senda póst á lca@hms.is
Lífsferilsgreiningar (LCA)
Frá og með 1. september 2025 er skylda að gera lífsferilsgreiningar fyrir nýbyggingar í umfangsflokki 2. og 3. Lífsferilsgreiningu skal skilað í gegnum skilagátt á vef HMS. Kvittun sem fæst við skilin þarf síðan að fylgja öðrum gögnum fyrir umsókn um byggingarleyfi.
Tilgangurinn er að mæla losun gróðurhúsaloftegunda frá byggingariðnaðinum og stefna að markmiðum stjórnvalda um minnkaða losun. Afla upplýsinga um losun frá byggingariðnaðinum sem verða nýttar markvisst í að stilla af viðmiðunargildi og hámarkslosunartölur. Það hjálpar okkur við að taka upplýstar ákvarðanir sem stuðla að minni losun.
Ef þú getur ekki mælt það, geturðu ekki bætt það.
Ekki er gerð krafa um að þeir aðilar sem geri lífsferilsgreiningar þurfi að hafa lokið tilteknu námi eða hafi sérstök réttindi, en mikilvægt er þó að hafa þekkingu á mannvirkjagerð.
Mælt er með því að nota LCA hugbúnað fyrir LCA greiningar til að tryggja gæði gagna, rekjanleika og einfalda LCA sérfræðingum og hönnuðum vinnuna. Ekki verður gerð krafa um notkun á ákveðnum hugbúnaði umfram annan, en ætlast til að allar forsendur og bakgrunnsgögn liggi fyrir. Ýmsar hugbúnaðarlausnir eru á markaði sem þegar eru nýttar á Íslandi, bæði fríar og sem greitt er fyrir.
LCA hugbúnaður sem ætlaður er byggingariðnaði er í flestum tilvikum tengdur helstu gagnabönkum sem völ er á og þeir einfalda samantekt og síðari uppfærslur á greiningum.
Dæmi um hugbúnað til að nýta við LCA útreiknina: EG Sigma, GaBi, LCAbyg, Madaster, One Click LCA, Real-Time LCA, OpenLCA, SimaPro. Á Íslandi er hvað mesta reynslan af því að nota One Click LCA. One Click LCA og Real-Time LCA hafa innleitt íslensk viðmiðunargildi.
Á dönsku heimasíðunni Videncenter om Bygningers Klimapåvirkninger er tekinn saman listi af dæmum af forritum sem hægt er að nýta við LCA útreikninga.
Einungis þarf að gera lífsferilsgreiningu fyrir umsókn um byggingarleyfi. Engin krafa er sett um að skila uppfærðri lífsferilsgreiningu þegar mannvirkið er fullklárað. Þó er mælt með því að lífsferilsgreiningar séu uppfærðar yfir allt hönnunar- og framkvæmdarferlið. LCA greiningu má hugsa eins og kostnaðaráætlun þar sem áætlun er gerð í upphafi en verður svo uppfærð með nákvæmari gögnum fyrir lokastig. Með því að gera LCA snemma í hönnun þá má áætla kolefnislosun og gera sér markmið um að vera undir ákveðnum gildum. Þegar hámarksgildi á losun verða sett á árið 2027/2028 verður mikilvægt að uppfæra lífsferilsgreiningar samhliða framvindu í hönnunar- og framkvæmdarferli.
Gert er ráð fyrir +25% álagi við ákveðna þætti á hönnunarstigi og einnig fyrir meðaltalstölur.
Þetta fyrirkomulag einfaldar LCA greiningar þegar takmarkaðar upplýsingar um hönnun og framkvæmd liggja fyrir en hvetur á sama tíma til nákvæmari greininga.
LCA greining reiknar út ýmis konar umhverfisáhrif en til að byrja með munum við notast við losun gróðurhúsalofttegunda (GWP), mælt í kgCO2íg/m2/ár. Niðurstöður á hvern lífsferilsfasa A1-A3, A4, A5, B4 og B6, C1-C4 og D. Þessar niðurstöður verða skráðar með einföldum hætti í rafrænni gátt HMS við umsókn um byggingarleyfi. Gera má ráð fyrir að innleiddir verði fleiri umhverfisáhrifaþættir á næstu árum, að lágmarki, auðlindanotkun og vatnsnotkun.
Til þess að stuðla að aukinni endurnotkun á nothæfum byggingarefnum þá er endurnotkun byggingarefna skráð án losunar eða 0 kg CO2-íg/m2/ári (á alla lífsferilsfasa), að því gefnu að fyrri notkun byggingarefnisins hafi verið á Íslandi.
Að nota endurnýtt byggingarefni stuðlar að betri nýtingu hráefna, minnkar þörf á nýhráefnum og gefur tækifæri á gríðarlegum sparnaði á losun gróðurhúsalofttegunda.
Ítrekað skal að hér er ekki átt við endurunnið efni, heldur endurnotkun í sömu eða svipaðri notkun, t.d. varðveitingu á núverandi steypu þegar um endurbyggingu er að ræða, eða endurnotkun á stálbitum sem fluttir eru frá einum niðurrifstað og nýttir í öðru mannvirki.
Væntur árangur innleiðingar lífsferilsgreininga í byggingarreglugerð:
- Minni losun frá íslenskum byggingariðnaði.
- Byggingarefni með lágt kolefnisspor verði notuð í auknum mæli í íslenskum byggingum.
- Hönnun og framkvæmdir taki í auknum mæli mið af umhverfisvænni aðferðum.
- Vitundarvakning verður innan byggingargeirans varðandi umhverfisáhrif bygginga og byggingaraðilum gert kleift að setja sér mælanleg markmið.
- Framleiðendur íslenskra byggingarefna þróa sína framleiðslu með lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi.
Skilgreindur líftími greininga (e. Reference study period) er 50 ár, í samræmi við öll Norðurlöndin og gefur tækifæri á að bera saman niðurstöður milli landa. Þetta viðmið þýðir ekki að viðkomandi mannvirki verði rifið eða hætti starfsemi eftir 50 ár, heldur er einungis notað til samræmingar við Norðurlöndin. Á 50 árum er oftar en ekki búið að ráðast í viðhald á stærri byggingarhlutum og tæknilegum þáttum bygginga og líftími margra byggingarefna runninn út (t.d. þak eða gluggaskipti, og mörg yfirborðsefni t.d. gólfefni endurnýjuð). Þetta má ekki verða til þess að kröfur um endingu efna verði eingöngu til 50 ára, og verður áfram markmið hönnunar að bygging endist sem lengst.
Nei, til að byrja með verða ekki viðmiðunarmörk fyrir loftslagsáhrif. Stefnt er að því að innleiða viðmiðunarmörk fyrir hámarks losun árið 2027/2028.
Skil á gögnum
Upplýsingum um losun verður safnað saman til nánari rannsókna en upplýsingarnar verða ekki rekjanlegar. Önnur úrvinnsla gagna verður gerð til að þróa viðmiðunarmörk í framtíðinni.
Teknar verða lífsferilsgreiningar af handahófi og þær rýndar.
Ef lífsferilsgreiningarnar uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð og leiðbeiningum, verður eiganda gefinn kostur á að uppfæra gögnin innan ákveðins frests.