CE-merking leikfanga

Hægt er að beita einni af aðferðareiningum A, B eða C.

AÐFERÐAREINING A:

INNRA FRAMLEIÐSLULEFTIRLIT

1. Innra framleiðslueftirlit er samræmismatsaðferðin þar sem framleiðandi uppfyllir skyldurnar sem mælt er fyrir um í 2., 3. og 4. lið og tryggir og lýsir því yfir á eigin ábyrgð að leikfangið, sem um er að ræða, uppfylli kröfurnar í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB, um öryggi leikfanga.

2. Tæknigögn

Framleiðandi skal útbúa tæknigögn eins og lýst er 21. gr. tilskipun þessarar. Gögnin skulu vera með þeim hætti að unnt sé að meta hvort leikfangið samræmist viðkomandi kröfum og þau skulu innihalda fullnægjandi greiningu og mat á áhættu. Í tæknigögnunum skal tilgreina viðeigandi kröfur og þau skulu, að svo miklu leyti sem skiptir máli fyrir matið, fjalla um hönnun, framleiðslu og notkun leikfangs. Eins og við á skulu tæknigögnin innihalda a.m.k. eftirfarandi upplýsingar:

3. Framleiðsla

Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir svo að framleiðsluferlið og vöktun þess tryggi að framleidd leikföng séu í samræmi við tæknigögnin sem um getur í 2. lið og við kröfurnar í þessari tilskipun.

4. Samræmismerki og ESB-samræmisyfirlýsing

4.1. Framleiðandi skal festa CE-merki á sérhvert leikfang sem uppfyllir gildandi kröfur í þessari tilskipun.

4.2. Framleiðandi skal gera skriflega samræmisyfirlýsingu fyrir hverja gerð leikfangs og varðveita hana ásamt tæknigögnunum þannig að þau séu tiltæk fyrir markaðseftirlitsstjórnvöld í 10 ár eftir að leikfangið er sett á markað. Í ESB samræmisyfirlýsingunni skal tilgreina fyrir hvaða leikfang hún var samin. Afrit af ESB-samræmisyfirlýsingunni skal vera aðgengilegt viðkomandi yfirvöldum samkvæmt beiðni.

5. Viðurkenndur fulltrúi

Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans sem settar eru fram í 4. lið, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð, að því tilskildu að þær séu tilgreindar í umboðinu.

 

AÐFERÐAREINING B:

ESB-GERÐARPRÓFUN

1. ESB-gerðarprófun er hluti samræmismatsaðferðar þar sem tilkynntur aðili rannsakar tæknilega hönnun leikfangs og sannprófar og staðfestir að tæknileg hönnun þess uppfylli kröfur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB, um öryggi leikfanga.

2. ESB-gerðarprófun má fara fram á eftirfarandi hátt:

a)       með athugun sýnishorns, sem er dæmigert fyrir viðkomandi framleiðslu, af fullbúnu leikfangi (framleiðslugerð),

b)      með mati á því hvort tæknihönnun leikfangsins sé fullnægjandi með athugun á tæknigögnunum og sönnunargögnunum sem um getur í 3. lið, ásamt athugun á sýnis-hornum af einum eða fleiri mikilvægum hlutum leikfangsins, sem eru dæmigerð fyrir fyrirhugaða framleiðslu, (samsetning framleiðslugerðar og hönnunargerðar), eða

c)       með mati á því hvort tæknihönnun leikfangsins sé fullnægjandi með athugun á tæknigögnunum og sönnunargögnunum sem um getur í 3. lið, án þess að athuga sýnishorn (hönnunargerð).

3. Framleiðandinn skal leggja fram umsókn um ESB-gerðarprófun hjá tilkynntum aðila að eigin vali.

Með umsókninni verða að fylgja:

a)       nafn og heimilisfang framleiðandans og, ef viðurkenndur fulltrúi leggur inn umsóknina, einnig nafn hans og heimilisfang,

b)      skrifleg yfirlýsing þess efnis að sama umsókn hafi ekki verið lögð inn hjá öðrum tilkynntum aðila

c)       tæknigögn. Tæknigögnin skulu vera með þeim hætti að unnt sé að meta hvort leikfangið samræmist viðeigandi kröfum þessarar tilskipunar og þau skulu innihalda fullnægjandi greiningu og mat á áhættu. Í tæknigögnunum skal tilgreina viðeigandi kröfur og þau skulu, að svo miklu leyti sem skiptir máli fyrir matið, fjalla um hönnun, framleiðslu og notkun leikfangs.

d)      sýnishorn sem eru dæmigerð fyrir fyrirhugaða framleiðslu. Tilkynnti aðilinn getur farið fram á að fá fleiri eintök sé þess þörf til að gera fyrirhugaðar prófanir,

e)      sönnunargögn sem sýna að tæknihönnun sé fullnægjandi. Í þessum sönnunargögnum skulu tilgreind öll gögn sem notuð hafa verið, einkum þar sem viðeigandi samhæfðum stöðlum hefur ekki verið beitt í heild. Ef nauðsyn krefur skulu í sönnunargögnunum einnig koma fram niðurstöður prófana sem framkvæmdar hafa verið í samræmi við viðeigandi tækniforskriftir, á viðeigandi rannsóknarstofu framleiðandans eða á annarri prófunarstofu fyrir hans hönd og á hans ábyrgð.

 

AÐFERÐAREINING C:

Gerðarsamræmi byggt á innra framleiðslueftirliti

1. Gerðarsamræmi byggt á innra framleiðslueftirliti er sá hluti samræmismatsaðferðarinnar þar sem framleiðandinn uppfyllir skyldurnar, sem mælt er fyrir um í 2. og 3. lið og tryggir og lýsir því yfir að leikföngin, sem um er að ræða, séu í samræmi við gerðareintakið sem lýst er í ESB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli kröfurnar í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB, um öryggi leikfanga.

2. Framleiðsla

Framleiðandinn skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að framleiðsluferlið og vöktun þess tryggi að framleidd leikföng séu í samræmi við gerðareintakið sem lýst er í ESB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfylli kröfur þessarar tilskipunar sem gilda um þau.

3. Samræmismerking og samræmisyfirlýsing

3.1. Framleiðandi skal festa CE-merki á sérhvert leikfang sem eru í samræmi við gerðareintakið sem lýst er í ESB-gerðarprófunarvottorðinu og uppfyllir gildandi kröfur í þessari tilskipun.

3.2 .Framleiðandi skal gera skriflega samræmisyfirlýsingu fyrir hverja gerð leikfangs og varðveita hana þannig að þau séu tiltæk fyrir landsyfirvöld í 10 ár eftir að leikfangið er sett á markað. Í ESB samræmisyfirlýsingunni skal tilgreina fyrir hvaða leikfang hún var samin. Afrit af ESB-samræmisyfirlýsingunni skal vera aðgengilegt viðkomandi yfirvöldum samkvæmt beiðni.

4. Viðurkenndur fulltrúi

Viðurkenndur fulltrúi framleiðanda má uppfylla skyldur hans sem settar eru fram í 3. lið, fyrir hans hönd og á hans ábyrgð, að því tilskildu að þær séu tilgreindar í umboðinu.