13. mars 2023

Vinnustofa Brunamálaskólans

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn fyrsta vinnustofan um endurskipulagningu Brunamálskólans á Sauðárkróki. Í hópnum voru fulltrúar slökkviliða sem  tilnefndir voru af stjórnendum í vinnuna en vonast er til að fjölga í hópnum á næstu vikum og mánuðum.

Framkvæmd endurskipulagningarinnar hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið, í apríl 2021 var skipaður starfshópur af þáverandi félags- og barnamálaráðherra um málefni skólans sem skilaði tillögum um stefnu og framtíðarsýn til ársins 2026. Ný reglugerð um skólann tók gildi nú um áramótin og starfaprófíll fyrir slökkviliðsmenn var birtur stuttu síðar á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Þessi gögn leggja grundvöllinn að þeirri vinnu sem er nú hafin og verkefnaáætlun byggir á.

Vinnustofan gekk vel en markmið hennar var fyrst og fremst að fara yfir almenna þætti skipulags náms og uppbyggingu. Leiðarljós vinnunnar eru skýr, að tryggja gæði og námsframboð hjá skólanum í öllum þeim þáttum sem honum er ætlað að sinna og skipulag og framkvæmd henti bæði starfsemi atvinnu- og útkallsliða.

Fulltrúar á fundinum:

  • HMS: Magnús Smári Smárason og Stefán Árnason 
  • Slökkvilið Akureyrar: Anton Berg Carrasco
  • Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar: Sigurður Þór Elísson 
  • Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: Bjarni Ingimarsson og Hlynur Höskuldsson 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS