18. desember 2025

Mánaðarskýrsla HMS desember 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Mánaðarskýrsla HMS fyrir desember 2025 er komin út, en hana má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fasteignamarkaðurinn kólnaði í nóvember, samkvæmt tölum um kaupsamninga og fjölda íbúða sem tekinn var af söluskrá í mánuðinum. Lánamarkaðurinn veitir betri vaxtakjör á húsnæðislánum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í seinni hluta nóvembermánaðar

Mánaðarskýrsla HMS

Myndir að baki mánaðarskýrslu

Minni um­svif á fast­eigna­mark­aði í nóv­em­ber

Fasteignamarkaðurinn kólnaði í nóvember, samkvæmt tölum um kaupsamninga og fjölda íbúða sem tekinn var af söluskrá í mánuðinum. Í desember virðist markaðurinn hins vegar hafa tekið við sér, samkvæmt mánaðarlegri spurningakönnun til fasteignasala. Könnunin bendir þó til þess að markaðurinn sé enn á valdi kaupenda.

Nýjum íbúðum á sölu heldur áfram að fjölga, þar sem sala þeirra hefur verið dræm á meðan margar þeirra hafa orðið fullbúnar á síðustu misserum. Einungis 5,5 prósent allra nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar verðlagðar undir 65 milljónum króna.

Verð skiptir unga kaupendur mestu máli við val á húsnæði, samkvæmt könnun sem HMS hefur látið framkvæma um búsetuóskir. Eldri kaupendur líta hins vegar meira til annarra þátta sem snúa að gæðum og þægindum, líkt og svala, palla, nægra bílastæða og góðra birtuskilyrða.

Óhagn­að­ar­drif­in leiga hef­ur lækk­að að raun­virði

Leigumarkaðurinn ber minni merki verðþrýstings en síðustu ár, þar sem markaðsleiga hefur fylgt verðbólgu og leiga utan markaðsleigu hefur lækkað að raunvirði. Á höfuðborgarsvæðinu er markaðsleiga hæst í Garðabæ, en þar er hún að meðaltali yfir 300 þúsund krónum á mánuði.

Íbúða­lána­kjör banka og flestra líf­eyr­is­sjóða hafa batn­að eft­ir stýri­vaxta­lækk­un

Lánamarkaðurinn veitir betri vaxtakjör á húsnæðislánum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í seinni hluta nóvembermánaðar. Ný fjármögnunarleið íbúðarkaupa í boði byggingaraðila er eftirspurnarhvetjandi, en hefur hingað til verið lítið notuð. Helsti munurinn á fjármögnunarleiðinni og hlutdeildarlánum eru afnotagjöld af eignarhlut fjárfestingarsjóðs, en með breyttu fyrirkomulagi verða þau innheimt mánaðarlega.

Raun­virði bygg­ing­ar­kostn­að­ar er jafn­hátt og það var fyr­ir 7 árum en op­in­ber gjöld hafa hækk­að mik­ið

Byggingamarkaðurinn hefur orðið kvikari á síðustu árum, þar sem fleiri fyrirtæki í byggingarstarfsemi byrja og hætta störfum í hverjum mánuði en áður. Opinber gjöld vegna uppbyggingar íbúða hafa hækkað á síðustu árum, á meðan annar byggingarkostnaður hefur ekki haldið í við verðbólgu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS