10. nóvember 2020

Umfjöllun sýnir þörf á aukinni meðvitund um lekavandamál

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í sjónvarpsþættinum Kveik síðastliðið fimmtudagskvöld var fjallað um rakaskemmdir og myglu í húsnæði hér á landi. Umfjöllunin hefur án nokkurs vafa opnað augu margra fyrir því hversu víða mygla getur leynst en ekki síður hversu alvarlegar afleiðingar hún getur haft á heilsu fólks. Hægt er að horfa á þáttinn hér.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) telur mikilvægt að efla enn frekar fræðslu til byggingaraðila og almennings um hvernig koma megi í veg fyrir rakaskemmdir áður en mygluvöxtur fer af stað. Myglu- og rakaskemmdir er vandamál sem farið hefur vaxandi og snertir hagsmuni fjölmargra. Ekki aðeins getur verið erfitt og kostnaðarsamt að uppræta myglu sem náð hefur að dreifa úr sér heldur geta afleiðingarnar fyrir heilsu fólks verið bæði alvarlegar og óafturkræfar, eins og berlega kom í ljós í umfjöllun Kveiks.Brýnt að fylgjast með og bregðast strax við lekaHMS hvetur almenning til að skoða leiðbeiningar sem Umhverfisstofnun gaf út árið 2015 og nefnast „Inniloft, raki og mygla í híbýlum“. Þar kemur m.a. fram að mikilvægt sé að lofta vel út og loftræsa sérstaklega vel baðherbergi og þau svæði þar sem föt eru þurrkuð. Mikilvægt er að gera sem fyrst við alla vatnsleka og þurrka svæði sem hafa orðið fyrir slíkum leka. Þá er brýnt að fylgjast með að raki þéttist ekki á köldum yfirborðum, t.d. í gluggum og við illa einangraða útveggi.Ef svæði með myglu er afmarkað getur húsráðandi í flestum tilfellum séð um hreinsun sjálfur en leita skal til fagaðila ef vatnsskemmdir eru miklar og mygluvöxtur umfangsmikill og ef grunur er um heilsufarsleg áhrif.Rétt er að benda á að helstu einkenni mygluofnæmis eru:

Í sjónvarpsþættinum Kveik síðastliðið fimmtudagskvöld var fjallað um rakaskemmdir og myglu í húsnæði hér á landi. Umfjöllunin hefur án nokkurs vafa opnað augu margra fyrir því hversu víða mygla getur leynst en ekki síður hversu alvarlegar afleiðingar hún getur haft á heilsu fólks. Hægt er að horfa á þáttinn hér.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) telur mikilvægt að efla enn frekar fræðslu til byggingaraðila og almennings um hvernig koma megi í veg fyrir rakaskemmdir áður en mygluvöxtur fer af stað. Myglu- og rakaskemmdir er vandamál sem farið hefur vaxandi og snertir hagsmuni fjölmargra. Ekki aðeins getur verið erfitt og kostnaðarsamt að uppræta myglu sem náð hefur að dreifa úr sér heldur geta afleiðingarnar fyrir heilsu fólks verið bæði alvarlegar og óafturkræfar, eins og berlega kom í ljós í umfjöllun Kveiks.Brýnt að fylgjast með og bregðast strax við lekaHMS hvetur almenning til að skoða leiðbeiningar sem Umhverfisstofnun gaf út árið 2015 og nefnast „Inniloft, raki og mygla í híbýlum“. Þar kemur m.a. fram að mikilvægt sé að lofta vel út og loftræsa sérstaklega vel baðherbergi og þau svæði þar sem föt eru þurrkuð. Mikilvægt er að gera sem fyrst við alla vatnsleka og þurrka svæði sem hafa orðið fyrir slíkum leka. Þá er brýnt að fylgjast með að raki þéttist ekki á köldum yfirborðum, t.d. í gluggum og við illa einangraða útveggi.Ef svæði með myglu er afmarkað getur húsráðandi í flestum tilfellum séð um hreinsun sjálfur en leita skal til fagaðila ef vatnsskemmdir eru miklar og mygluvöxtur umfangsmikill og ef grunur er um heilsufarsleg áhrif.Rétt er að benda á að helstu einkenni mygluofnæmis eru:

  • kláði í nefi, munni og vörum
  • hnerri
  • kláði og tárarennsli í augum
  • nefrennsli
  • nefstífla
  • þurr húð, húðflögnun

Að auki getur mygla komið af stað astmaeinkennum eins og hæsi, mæði og þyngslum fyrir brjósti. Í leiðbeiningum Umhverfisstofnunar er jafnframt að finna fjölmarga gátlista sem gera fólki kleift að leggja mat á rakastig, hvort hreinsun myglu hafi verið fullnægjandi og hvernig eigi að stuðla að heilnæmu innilofti.

HMS hvetur almenning sömuleiðis til að kynna sér leiðbeiningar undir yfirskriftinni „Ert þú með allt á þurru?“ sem samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni gaf út árið 2014. Þar er mælst til að löggiltir fagmenn séu ávallt fengnir til að annast pípulagnir og frágang í votrýmum og að allir fullorðnir og stálpaðir heimilismenn viti hvar vatnsinntök séu staðsett og hvernig eigi að loka fyrir þau. Ráðlegt sé að hafa vatnsskynjara í eldhúsi nálægt heimilistækjum sem eru beintengd vatni, líkt og uppþvottavélum og klakavélum, og einnig í þvottahúsi og á baðherbergi, sérstaklega ef niðurfall er ekki í gólfi. Fylgjast þurfi vel með tengingum lagna við vaska og allra véla sem taka inn á sig vatn. Slíkar vélar eigi einungis að vera í gangi þegar einhver er heima.Ástæða til að taka upp skipulegt eftirlit með fasteignum hér á landi?Í ljósi þess hversu mikið þessi vandi er að aukast hefur sú spurning verið borin upp hvort ástæða sé til þess að taka upp skipulagt eftirlit með fasteignum, líkt og þekkist með ökutæki. Í skýrslu starfshóps um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði, sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið árið 2015, er tekið dæmi frá Danmörku, þar sem myglusveppur í húsum er útbreitt vandamál. Í sérstökum lögum sem þar gilda um neytendavernd í fasteignakaupum segir að seljandi geti losnað undan ábyrgð vegna leyndra galla á fasteign ef hann afhendir kaupanda skýrslu um ástand eignarinnar. Í skýrslu starfshópsins er það þó sagt álitaefni, miðað við reynslu Dana af reglunum, að hve miklu leyti slíkt fyrirkomulag myndi í raun bæta rétt kaupanda fasteignar hvað varðar tjón af völdum myglusvepps. Mælt er með að horft verði til bættra byggingaraðferða til að draga úr líkum á myndun myglu.Einangrun steyptra húsa að innan eykur hættu á rakamyndunÍ skýrslunni er bent á að það sé rík byggingarhefð hér á landi að einangra steypt hús að innan. Þetta hafi í för með sér kuldabrýr og hættu á rakamyndun nema gerðar séu sérstakar ráðstafanir. Á undanförnum árum hafi það orðið algengara en áður að hús séu einangruð að utan og þannig komið í veg fyrir þessa hættu. Það sé hins vegar áhyggjuefni að þrátt fyrir að augljóslega sé um betri byggingaraðferð að ræða þegar einangrað er að utan að þá virðist sem sumir hönnuðir og byggingaraðilar haldi fast í eldri aðferðina, þrátt fyrir þekkingu um kuldabrýr og hættu á rakamyndun. Það var mat starfshópsins að ýta mætti undir klæðningu og einangrun steyptra veggja að utan með markvissri fræðslu um ávinninginn af breyttum aðferðum og með því að bæta verklýsingar og hönnunardæmi verkfræðinga og arkitekta sem sýna frágangsatriði sem þessi.

Mikilvægt að draga lærdóm og rannsaka áfram mygluvandamálHúsnæðis- og mannvirkjustofnun telur jafnframt afar brýnt að haldið verði áfram að rannsaka raka- og mygluvandamál hér á landi til að lágmarka hættu á eigna- og heilsutjóni. Þá er mikilvægt að draga lærdóm af þeim málum sem upp hafa komið og skoða hvort bregðast hafi þurft fyrr við í einhverjum tilfellum og hvort haga þurfi viðhaldi með öðrum hætti, sérstaklega þegar grunur er um leka.

Horft til rakavandamála við flokkun mannvirkja og endurskoðun á byggingareftirlitiHluta af tillögum áðurnefnds starfshópum hefur verið hrint í framkvæmd. Þegar hefur verið tekin upp aukin samræming í byggingareftirliti sveitarfélaga og á Alþingi er nú til meðferðar frumvarp til breytinga á lögum um mannvirki sem unnið var í samráði við HMS. Verði frumvarpið að lögum verða mannvirki flokkuð eftir svokölluðu vandastigi, fyrirhugaðri notkun og samfélagslegu mikilvægi. Hjá stofnuninni eru í undirbúningi tillögur að slíkri flokkun og endurskoðun á eftirlitsþáttum byggingareftirlits, þar sem tekið er meira mið af því í hvaða flokki viðkomandi húsnæði er. Með þessu má setja skýrari og markvissari kröfur til byggingareftirlits. Í lögum kveðið á um að mannvirki standist ákveðnar grunnkröfur sem m.a. snúa að heilbrigði og heilnæmi og gert er ráð fyrir að mannvirki séu hönnuð og byggð þannig að hollustuháttum og heilsu íbúa sé ekki stefnt í hættu. Rakavarnir heyra þar undir og er einn þeirra þátta sem HMS horfir sérstaklega til í yfirstandandi endurskoðun stofnunarinnar á úttektum og eftirliti með mannvirkjum hér á landi.  

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS