27. október 2025

Þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar og byggingarmála á Suðurnesjum 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fimmtudaginn 30. október verður haldinn opinn fundur um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Suðurnesjum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Park Inn, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ, kl. 12 og er opinn öllum. Að fundinum standa HMS, Tryggð byggð og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. 

Á fundinum verður fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði og stöðu innleiðingar nýs viðmóts byggingarleyfa og næstu skref við þróun viðmótsins. 

Dagskrá 

  • Staðan í Reykjanesbæ 
    Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar 
  • Íbúðauppbygging og framtíðarhorfur 
    Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur húsnæðisáætlana hjá HMS 
  • Byggingarleyfi á Íslandi – allt á einum stað 
    Dagný Geirdal, verkefnastjóri Mannvirkjaskrár hjá HMS 

Fundarstjóri verður Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS. 

 

Húsið opnar kl. 11:45 og verður boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn. 

Við bjóðum öll velkomin á fundinn og hlökkum til að sjá ykkur. 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS