2. desember 2025

Eru þínir reykskynjarar í lagi?

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Dagur reykskynjarans var 1. desember og í tilefni þess hvetur HMS fólk til að huga að brunavörnum heimilisins. Reykskynjarinn er lítið og einfalt öryggistæki en gæti bjargað mannslífum ef hann er rétt upp settur og vel staðsettur. Flest heimili hafa reykskynjara eða um 96 prósent heimila landsins, samkvæmt skoðanakönnun sem HMS lætur framkvæma árlega.

Mikilvægt er að hafa reykskynjara í öllum rýmum heimilisins, s.s. herbergjum, stofu og gangi, þar sem í dag eru flest heimili með rafmagnstæki í öllum rýmum og því nauðsynlegt að tryggja öryggi heimilisins með reykskynjurum. Reykskynjarar þurfa að vera rétt uppsettir, yfirfarnir reglulega og virkni þeirra prófuð. Lykilatriði er að endurnýja rafhlöðu í þeim reglulegu með tilliti til tegundar og endingu rafhlaðna. Allir reykskynjarar eiga að vera CE-merktir svo þeir séu löglegir.

HMS, ásamt Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, standa að degi reykskynjarans hérlendis á hverju ári. Hér að neðan má sjá myndband sem búið var til í tilefni dagsins þar sem Björnis brunabangsi fer í heimsókn á tvö heimili, til Boga Ágústssonar og Sögu Garðarsdóttur, þar sem hann fer yfir brunavarnir heimilisins

Þetta litla öryggistæki er fullkomið í jólapakkann í ár.

Nánari fróðleik um brunavarnir heimila má finna á Vertu eldklár

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS