3. desember 2025

Erfið lánþegaskilyrði fyrstu kaupenda

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Helmingur umsókna um hlutdeildarlán voru samþykktar í nóvember og var heildarfjárhæð veittra lána um 108 milljónir króna
  • Lánaframboð fyrstu kaupenda haft áhrif og fjöldi veittra lána farið minnkandi á seinni hluta ársins
  • Opið er fyrir umsóknir vegna úthlutunar í desember

HMS hefur lokið mánaðarlegri úthlutun hlutdeildarlána fyrir nóvember. Alls bárust 16 umsóknir, og nam heildarfjárhæð þeirra rúmlega 222 milljónum króna. Til úthlutunar voru 333 milljónir króna. Af umsóknum voru 12 þar sem samþykkt kauptilboð lá fyrir.

Að lokinni yfirferð voru 8 umsóknir samþykktar, og nam heildarfjárhæð veittra lána um 108 milljónum króna. Í öllum samþykktum umsóknum nema einni lá fyrir samþykkt kauptilboð.

Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa þau til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Í forgangi eru umsóknir þar sem staðfest kauptilboð liggur fyrir, auk þess sem miða skal við að á hverju ári verði að minnsta kosti 20% veittra hlutdeildarlána veitt til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. 

Fjöldi og fjárhæðir hlutdeildarlána í nóvember má sjá í töflu hér að neðan.

Færri um­sókn­ir ber­ast held­ur en áður

Í nóvember bárust mun færri umsóknir í samanburði við fyrri mánuði. Í október voru 16 hlutdeildarlán veitt, en í nóvember aðeins 8, sem samsvarar 50% samdrætti milli mánaða. Fækkun í fjölda lána á síðari hluta þessa árs má rekja til þess að fáar íbúðir sem standa tekjuminni fyrstu kaupendum til boða sem raunhæfur kostur og uppfylla hámarksverð íbúða. Einnig hafa breytingar á lánaframboði haft sín áhrif með hærri verðlagningu lána með yfir 50% veðsetningu og þar af leiðandi hærri greiðslubyrði kaupenda auk reglna um hámarksgreiðslubyrðahlutfall.

Opið er fyr­ir um­sókn­ir fram til 10. des­em­ber

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um hlutdeildarlán vegna úthlutunar í desember og mun umsóknartímabilið standa til kl. 12:00 þann 10. desember. Til úthlutunar fyrir tímabilið verða 333 milljónir króna. 

Nánari upplýsingar um hlutdeildarlán og umsóknarferlið má finna á Ísland.is

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS