31. desember 2024
27. desember 2024
Styttist í afhendingu nýrra íbúða á Siglufirði
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Á Siglufirði er framkvæmdum við byggingu þriggja fjölbýlishúsa með alls 15 íbúðum að ljúka. Íbúðirnar eru við Vallarbraut 2-6 og verða ýmist til útleigu eða seldar á almennum markaði.
Brák íbúðafélag hses. hefur tryggt sér 6 íbúðir sem verða afhentar og auglýstar til útleigu í kringum miðjan janúar næstkomandi. Kaup Brákar eru fjármögnuð með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélagi, sérstöku byggðarframlagi og leiguíbúðaláni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Brák er húsnæðissjálfseignarstofnun sem var stofnuð af 32 sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins með því markmiði að tryggja tekjuminni fjölskyldum aðgengi að íbúðum til langtímaleigu.
Fjallabyggð hefur einnig fest kaup á þremur íbúðum og eru þær einnig fjármagnaðar með stofnframlagi ríkis og sérstöku byggðarframlagi. Þessar íbúðir verða sérstaklega ætlaðar skjólstæðingum félagsþjónustu sveitarfélagsins.
Leigufélagið Bríet, sem er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, hefur einnig keypt fjórar íbúðir. Bríet leggur áherslu á að stuðla að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðinni.
Tvær íbúðir verða síðan seldar á almennum markaði af byggingaraðila verksins sem er Verkstjórn ehf. Bygging húsanna er fjármögnuð á framkvæmdartíma með landsbyggðarláni frá HMS.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS