25. september 2025

Starfsdagur kennara í Tækniskólanum – svið mannvirkja og sjálfbærni með erindi

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Miðvikudaginn 24. september fluttu starfsmenn sviðs mannvirkja og sjálfbærni erindi á starfsdegi kennara í Tækniskólanum. Umfjöllunarefni voru Rb-blöðin, gæðastjórnunarkerfi, lífsferilsgreiningar (LCA), Askur – mannvirkjarannsóknasjóður, fyrirhugaðar breytingar á byggingarreglugerð og 10. kafli byggingarreglugerðar.

 Samtal við hagaðila, samvinna og fræðsla skiptir miklu máli enda er mannvirkjagerð á Íslandi í stöðugri þróun. Þá þróun má meðal annars sjá í breytingum á regluverki, aukinni áherslu á sjálfbærni og því að draga á úr kolefnisspori mannvirkja. Með erindunum var lögð áhersla á að kynna nýjustu þróun og reglur, vekja umræðu og styrkja tengsl milli kennara og fagfólks.

 

Starfsdagurinn var vel heppnaður og gaf kennurum dýrmæt tækifæri til að efla þekkingu sína og miðla áfram til nemenda. Með þessu móti er stuðlað að því að næstu kynslóðir fagmanna verði betur undirbúnar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar varðandi mannvirkjagerð og sjálfbærni.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS