24. september 2025

Opinn fundur um húsnæðisaðstæður aðfluttra

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS boðar til opins fundar um stöðu aðfluttra á húsnæðismarkaði mánudaginn 29. september kl. 10:00 í húsakynnum HMS að Borgartúni 21. Hægt er að skrá sig á viðburðinn með því að smella á hnappinn hér að neðan, en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.

Skráningarhlekkur á viðburð

Á fundinum verða kynntar niðurstöður könnunar sem HMS hefur látið framkvæma á meðal félagsmanna Eflingar, VR og Einingar-Iðju um húsnæðisaðstæður þeirra sem eru annað hvort með erlent upprunaland eða ríkisfang.

Í frétt HMS frá því í vor má lesa að stofnunin telur að um 37 þúsund fullorðnir gætu verið vantaldir á leigumarkaði vegna misræmis milli kannana um búsetu einstaklinga og eigendaskráningar úr fasteignaskrá. Samkvæmt búsetukönnunum HMS voru um 15 prósent fullorðinna á leigumarkaði árið 2024 en kannanirnar hafa ekki náð til erlendra íbúa nema að óverulegu leyti.

Dagskrá :

  • Staða erlendra á húsnæðismarkaði
    Kristín Amalía Líndal, hagfræðingur hjá HMS
  • Reynsla Eflingar af stöðu erlendra félagsmanna
    Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
  • Samspil húsnæðismála og vinnumarkaðar
    Halla Gunnarsdóttir, formaður VR
  • Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum
    Ragnar Þór Ingólfsson, formaður aðgerðahóps um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum

Fundarstjóri verður Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS