25. september 2025

Rb-blað mánaðarins: Vindálag á byggingar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

 HMS hefur hafið útgáfu af svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina en í tilefni endurútgáfu blaðanna birtir HMS eldri Rb-blöð mánaðarlega.

Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um vindálag á byggingar. 

  • Rb-blað mánaðarins var gefið út í júní 1983 og fjallar um vindálag á byggingar. Líkur á lægðum (fárviðri) aukast nokkuð að hausti og yfir vetrarmánuðina. Í mörgum tilvikum má forðast byggingarskemmdir af völdum vinds ef rétt er á málum haldið við hönnun og byggingu.
  • Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk

Lög­un mann­virkja hef­ur veru­lega mik­il áhrif á vind­áraun

Sú vindárun, sem bygging verður fyrir, er í fyrsta lagi háð vindhraða, en einnig lögun byggingar og umhverfisaðstæðum. Vindálagið er ekki jafndreift á alla bygginguna, og raunar ekki jafndreift yfir einstaka byggingarhluta. Þar af leiðandi er t.d. mikilvægt að prófa líkön af húsum og skoða þætti eins og áhrif vindhraða, vindhviða, vindbreytinga og vindþrýsting. Með litlum breytingum á hönnun má oft t.d. minnka vindálag og/eða dreifa því betur.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS