4. desember 2024
18. nóvember 2021
Staðan á leigumarkaði 2021
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Á hverju ári lætur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun framkvæma mælingu á stöðu leigjenda. Mælingin felst í spurningakönnun sem borin er undir leigjendur eingöngu og þeir spurðir um fjárhag, viðhorf, bakgrunn og önnur atriði er varða stöðu þeirra á leigumarkaði. Í þessari skýrslu er farið yfir helstu niðurstöður könnunarinnar í ár og þær bornar saman við fyrri ár. Kannanir af þessu tagi eru mikilvægar svo unnt sé að fá mynd af stöðu mismunandi hópa á leigumarkaði og taka upplýstar ákvarðanir um stefnumörkun í málaflokknum. Könnunin í ár sýnir að heilt yfir eru ekki miklar breytingar á svörun leigjenda samanborið við könnunina í fyrra. Hins vegar máttigreina í fyrra miklar breytingar á leigumarkaðnum í kjölfar COVID-19.
Á hverju ári lætur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun framkvæma mælingu á stöðu leigjenda. Mælingin felst í spurningakönnun sem borin er undir leigjendur eingöngu og þeir spurðir um fjárhag, viðhorf, bakgrunn og önnur atriði er varða stöðu þeirra á leigumarkaði. Í þessari skýrslu er farið yfir helstu niðurstöður könnunarinnar í ár og þær bornar saman við fyrri ár. Kannanir af þessu tagi eru mikilvægar svo unnt sé að fá mynd af stöðu mismunandi hópa á leigumarkaði og taka upplýstar ákvarðanir um stefnumörkun í málaflokknum. Könnunin í ár sýnir að heilt yfir eru ekki miklar breytingar á svörun leigjenda samanborið við könnunina í fyrra. Hins vegar máttigreina í fyrra miklar breytingar á leigumarkaðnum í kjölfar COVID-19.
Leigukannanirnar eru framkvæmdar á svipuðum tíma á ársfresti á tímabilinu júní til september og ná til einstaklinga 18 ára og eldri sem eru á leigumarkaði á landinu öllu. Heildarfjöldi svarenda var 640 talsins. Þegar svör eru brotin niður eftir ákveðnum hópum þarf að hafa í huga að svarfjöldi í hverjum hópi er mismikill og því getur í ákveðnum tilfellum verið um ónákvæmari mælingu að ræða þar sem fjöldinn er lítill.
Flestir leigja af einstaklingi á almennum markaði og eykst hlutfallið á milli ára
Formgerð leigumarkaðarins miðað við svarhlutföll í ár breytist ögn á milli ára en gerð var lítil breyting á spurningunni þetta árið. Stærstur hluti leigumarkaðarins samanstendur af leigjendum sem leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 41,9%. Þetta hlutfall hefur verið að aukast frá árinu 2018 þegar það nam 35,1% og eykst um 4 prósentustig á milli ára. Næst á eftir koma leigjendur sem leigja af ættingjum og vinum en þeir mynda um 18% af leigumarkaðnum. Hlutfall einkarekinna leigufélaga mælist um 10%, óhagnaðadrifinna um 4,6%, sveitarfélaga 10,2% og stúdentagarða 8,6%. Aðrir þættir eru talsvert minni.
Húsnæðisöryggi breytist lítið að meðaltali en mælist mest hjá óhagnaðardrifnu leigufélögunum
Til að mæla húsnæðisöryggi voru leigjendur spurðir hversu sammála eða ósammála þeir voru fullyrðingunni um að þeir telji sig búa við húsnæðisöryggi. Húsnæðisöryggi breytist ekki að meðaltali á milli ára. Hins vegar eru vísbendingar um að húsnæðisóöryggi sé að þokast upp á við en hlutfall þeirra sem eru mjög ósammála og frekar ósammála fullyrðingunni hækkar úr 16,1% árið 2020 í 18,9% í ár.
Minnst mælist húsnæðisöryggið hjá þeim sem leigja af einstaklingi á almennum markaði en næstir í röðinni eru þeir sem leigja af einkareknu leigufélagi. Mesta húsnæðisöryggið mælist hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi, aðeins hærra en hjá þeim sem leigja hjá ættingjum og vinum.
Um 44% leigjenda hjá einkareknum leigufélögum greiddu yfir 50% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu
Ef leigumarkaðurinn er skoðaður í heild sést að meðalhlutfall ráðstöfunartekna sem fer í leigu hefur vaxið á síðustu árum. Árið 2020 jókst hlutfallið úr 40% í 44% sem gefur til kynna mjög mikla greiðslubyrði vegna leiguhúsnæðis að meðaltali. Hlutfallið eykst lítillega í ár og mælist að meðaltali um 45% sem má teljast íþyngjandi. Töluverður munur er á greiðslubyrði leigjenda eftir tegundum leiguhúsnæðis og er talsverður hluti heimila sem greiðir yfir 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Vegið meðaltal á hlutfalli þeirra sem borga yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu á leigumarkaðnum í heild er um 10%. Ef námsmenn eru teknir út úr þeim útreikningi nemur hlutfallið um 7%, en þá er miðað við vinnumarkaðsstöðu þess sem svarar könnuninni.
Skýrsluna í heild sinni má nálgast í tengli hér
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS