4. janúar 2023

Snertihætta af rafbúnaði sem fylgdi keramiklömpum hjá Noztra ehf.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun Noztra ehf á rafbúnaði (tengisetti) sem fylgdi keramiklömpum sem föndrað var með í skapandi smiðju hjá Noztra ehf við Grandagarð í Reykjavík. Umræddur búnaður var afhentur af Noztra ehf á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 13. desember 2022.

Rafföng: Rafbúnaður, tengisett með lampahöldu, snúru, rofa og „amerískri“ kló.

Framleiðandi/Vörumerki: Óþekkt.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Noztra ehf, skapandi smiðja.

Hætta: Spennuhafa hlutar geta verið snertanlegir og valdið raflosti þegar pera er skrúfuð í og úr lampahöldu.

HMS beinir því til allra eigenda og notenda viðkomandi búnaðar að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við söluaðila.

Sjá frekari upplýsingar og leiðbeiningar í innköllun Noztra ehf og á Facebook-síðu þeirra.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS