4. nóvember 2024

Síðasta vikan til að sækja um styrki úr Aski fyrir árið 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vill minna á að umsóknarfrestur um styrki úr Aski - mannvirkjarannsóknasjóði rennur út 9. nóvember næstkomandi. Hægt er að sækja um á hms.is/askur, en tæplega tvöfalt meira fjármagn er til úthlutunar í ár miðað við fyrri ár.

Styrkir úr Aski eru veittir í samstarfi við innviðaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Sjóðurinn veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Áhersluflokkar Asks árið 2024 eru eftirfarandi:

  • Byggingargallar, raki og mygla
  • Byggingarefni
  • Orkunýting og losun
  • Tækninýjungar
  • Gæði

Finna má frekari upplýsingar á heimasíðu Asks, en þar koma fram áhersluþættir ársins og starfsreglur sjóðsins ásamt kynningarmyndbandi um umsóknarferlið. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember næstkomandi.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS